Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 4

Vikan - 27.12.1991, Síða 4
27. DESEMBER 1991 26. TBL. 53. ÁRG. VERÐ KR. 458 í áskrift kostar VIKAN kr. 262 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 224 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á þvi að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: SAM-útgáfan Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Höfundar efnis í þessu tölublaði: Áslaug Ragnars Helga Möller Þorsteinn Erlingsson Hjalti Jón Sveinsson Þórdís Bachmann Fríða Björnsdóttir Þórdís Lilja Jensdóttir Líney Laxdal Jóna Rúna Kvaran Guðjón Baldvinsson Gísli Ólafsson Hallgerður Hádal Þorsteinn Eggertsson Christof Wehmeier Þórarinn Jón Magnússon Guðný Þ. Magnúsdóttir Jóhann Guðni Reynisson Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Bragi Þ. Jósefsson Hjalti Jón Sveinsson Þorsteinn Erlingsson Ólafur Guðlaugsson Björgvin Pálsson Binni, ÞJM o.m.fl. Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon og Auglýsingastova Brynjars Ragnarssonar Setning og umbrot: Sam-setning Filmuvinna, prentun, bókband: Óddi hf. JÓLAGJÖF VIKUNNAR 1991: AMADEUS í FYRSTA SÆTI — eftir að nær sextán þúsund geisladiskar höfðu dreifst með jólablaði Vikunnar á einni helgi Viðbrögðin við þeirri ný- breytni Vikunnar að gefa lesendum geisladisk með blaðinu voru stórkostleg - eins og kannski við var að búast. Dreifing hafði ekki staðið yfir nema í nokkra klukkutíma og var hvergi nærri lokið þegar uþþhringingar hófust frá sölustöðum sem vant- aöi viðbótarsendingar þegar í stað. Víða voru hreinlega pöntun- arlistar á sölustöðum með nöfn- um þeirra sem vildu vera vissir um að fá Mozart-blaðið. Og þegar hinn sjötíu mínútna langi geisladiskur er kominn á sþilarann verða menn ekki fyrir vonbrigðum. Hvert meistaraverk- ið rekur annað, en samtals er griþið niður í tólf af snilldarverk- um Amadeusar Mozart. Diskurinn hefst á Eine kleine Nachtmusik og síðan tekur við stef úr Elvira Madigan. Þá eru einnig á diskin- um forleikir úr Töfraflautunni, Brúðkaupi Fígarós og Cosi fan Tutti svo eitthvað sé nefnt. Upplag Vikunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu og urðu fjölda- margir til að tjá þakklæti sitt fyrir jólagjöfina. Einkum og sér í lagi þótti okkur ánægjulegt að heyra hve mikið af unglingum höfðu heillast af tónlistinni og á fjöl- mörgum heimilum sofnaði yngra fólkið út frá fögrum tónum frá hljóðfærum hinna heimsþekktu listamanna, en meðal flytjenda eru Fílharmóníuhljómsveitin í Dresden og Festival-hljómsveitin í Salzburg. Þegar upplag Vikunnar var á þrotum hjá SAM-útgáfunni á fjórða degi var því miður ekki hægt að snara viðbótarupplagi á markaðinn. Nær sextán þúsund geisladiskar höfðu verið fram- leiddir fyrir Vikuna erlendis og ekki viðlit að fá viðbót í desem- ber. Má fullvíst telja að upþlagiö hefði mátt vera vel yfir 20 þúsund eintök eða jafnmikið og þessi Völvu-Vikan er þrentuð í. Nokkrir kauþenda Vikunnar spurðust fyrir um það hvort hægt væri að fá vinylplötu eða snældu í stað geisladisksins. Svo er ekki. Tónlistin var aðeins sett á geisla- disk og verður ekki útgefin í öðru formi. Var það mat útgefenda Vik- unnar að geisladiskur skilaði tón- listinni með mestum gæðum og ekki dró það úr heldur að sam- kvæmt uþþlýsingum hljómþlötu- sala er eftirsþurn eftir geisladisk- um nú orðin meiri en eftir vinyl- þlötum. Sé mælistika íslenskra hljóm- þlötuútgefenda notuð verðskuldar Mozart-diskurinn fjórar gullplötur eftir að hafa runnið út í sextán þúsund eintökum. Og ekki hefur það kostað tónlistarunnendur svo mikið sem eina krónu. Diskurinn fylgdi Vikunni ókeyþis og er Vikan þó með ódýrustu tímaritum 'andsins. Áskrifendur voru að fá blaðið á innan við þrjú hundruð krónur. Geisladiskar kosta hins vegar allt að tvö þúsund krónur. NÆST ER ÞAÐ VASADAGBÓKIN Svona í lokin þykir okkur rétt að vekja athygli á því að næsta tölu- blaði Vikunnar mun fylgja hand- hæg vasadagbók líkt og í upphafi þessa árs. Var þeirri bók afar vel tekið. í bókinni verður, eins og síðast, stjörnuspá hvers merkis fyrir hvern mánuð ársins. Auk þess bætist nú viö stutt yfirlit yfir eiginleika hvers stjörnumerkis fyrir sig. Og svo er það „hasarblaðið" sem mun fylgja þarnæstu Viku, en þar fá allar gömlu góðu teikni- myndahetjur Vikunnar að njóta sín í sérblaði. □ Geisladiskurinn kominn i hulstur, en þau eru fáanleg í hljómplötu- og hljómtækjaverslunum. 4 VIKAN 26.TBL. 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.