Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 8

Vikan - 27.12.1991, Side 8
•I PENINGAR ERU TIL ALLS FYRSTIR - EKKI ORÐ ■ Það kemur berlega í Ijós á árinu að orðin ein eru ekki máttug þegar aö kreppir í þjóðlífinu. Stjórnmálamenn munu hafa uppi margar tilgát- ur um hvernig bregðast eigi við þjóðarvanda sem snýst meira um fjármál nú en nokkru sinni. Svar landsmanna við hinum margvíslegu hugmynd- um verður krafa um peninga í vasann umfram allt. Seðla- bankinn verður á árinu smám saman allsráðandi í stefnu- mótun peningamála og fjár- skuldbindinga þjóðarinnar og verða mikil umskipti innan þessarar stofnunar næsta ár. Þar verða ör mannaskipti ( lykilstöðum. ■ Gengisbreyting verður í umræðunni þar sem erfiðlega mun ganga aö sætta vissar at- vinnugreinar við tilhugsunina um að fá ekkert í sinn hlut áður en tekin verður loka- ákvörðun um sameiningu ís- lensku krónunnar við Evrópu- myntina ECU. KJARAMÁL OG KÓLNANDI STJÓRNAR- SAMSTARF ■ Kjaramál verða I brenni- depli og launakröfur fyrirferð- armiklar í byrjun ársins. Þar verða notuð stór orð í byrjun en vegna fyrirsjáanlegs at- vinnuleysis mun takast eins konar þjóðarsátt. Launafólk um land allt mun ekki kunna verkalýðsleiðtogum neinar þakkir fyrir frammistöðuna og þeir eiga í vök að verjast. ■ Átök munu halda áfram innan stjórnarflokkanna beggja fram til vors. ( Alþýðu- flokknum verður áberandi valdabarátta í kringum for- mannssætið. Misheppnuð til- raun verður gerö til þess að bola núverandi formanni úr stöðu sinni með því að bera hann fyrir neikvæöum en ósönnum ummælum um hátt VOLVU SMIN 1992 Mun hann standa í leynilegum viðræðum við áhrifamenn innan EB? Er Albert að yfirgefa sendiráðið í París? Upp koma deilur um dagpen- inga í röðum ráðherra og alþingis- manna. áður. Ég segi ekki að það þurfi alltaf aö vera miður að svo sé því mér sýnist að sú árátta okkar að búa sífellt til ný vandamál hafi einmitt orðið til þess að fleyta okkur áfram á framfarasviðinu og þannig höf- um við „komist til rnanns1' meðal þjóða. En við höfum líka gleymt eða vanrækt og líklega í ríkari mæli en margar aðrar þjóðir sem hafa notað tímann vel meðan á dag- draumunum stóö. settan stjórnmálamann á Norðurlöndunum. Upp kemur einnig umræða innan Alþýðu- flokksins undir vorið um að slíta stjórnarsamstarfinu en hún jafnframt kveðin niður af flestum forystumönnum flokksins. ■ Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins munu sameinast um að standa við bakið á for- manninum þegar upp kemur kvittur um að hann standi í leynilegum viðræðum við á- hrifamenn innan Efnahags- bandalagsins. Þessi orðrómur mun eiga rætur aö rekja til þess að forsætisráðherrar Evrópulanda, sem funda sam- eiginlega, vilja fá skýr svör frá íslenska forsætisráöherranum um hvað (slendingar vilji láta í staðinn fyrir verulega efna- hagsaðstoð sem leitaö er eftir. Ekki mun þó þurfa að blða lengi þar til allt máliö verður út- skýrt fyrir þjóðinni. ■ Stjórnarsamstarfið mun haldast út árið. Þó getur brugðið til beggja vona vegna gagnkvæms vantrausts stjórn- arflokkanna og nokkurs fylgis- taps beggja í skoðanakönnun- um. Kosningar verða samt ekki á komandi ári. STERK EN SUNDRUÐ STJÓRNARANDSTAÐA ■ Formenn Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins verða samstiga f harðri andstöðu gegn ríkisstjórninni og munu við ýmis tækifæri reyna að fá til liðs við sig einstaka þing- menn úr stjórnarflokkunum. Mun það ganga svo langt að áhrifamenn innan Sjálfstæðis- flokksins krefjast yfirlýsinga frá hendi ákveðinna þingmanna um flokkshollustu. Kvennalist- inn nær sér ekki á strik svo séð verði og þar f flokki verður til umræöu aö fá harðskeyttari konur til liðs við flokkinn. ■ Stjórnarandstaðan sýnist sterk en allsundruð þegar á heildina er litið vegna ónógrar samstöðu frá Kvennalista og ómarkvissra yfirlýsinga á ýms- um sviðum varðandi samn- inga við Evrópubandalagið og aðra erlenda hagsmunaaðila. DEILUMÁL OG DÆGURMÁL ■ Búnaðarbankinn verður ekki seldur á næsta ári en deil- ur halda áfram um nauðsyn fleiri en eins rfkisbanka hér á landi. ■ Óánægja kemur upp í röðum ráðherra og alþingis- manna vegna fyrirhugaðs niö- urskurðar á dagpeningum á ferðum erlendis. Deilur um þetta mál leysast ekki á árinu. ■ Raunvextir munu lækka umtalsvert seinni hluta jan- úarmánaðar, þrátt fyrir gagn- rýni margra bankamanna. H Þjóðminjasafniö fær ekki fjárveitingu sem nægir til við- gerða og viðhalds og stöðvað- ar verða greiöslur til Þjóðleik- hússins til framhaldsviðgerða. H Bygging handboltahallar verður endanlega úr sögunni á árinu. H Greiðslukort verða tekin í notkun á bensínsölum hjá einu olíufélaganna næsta vor. Samkeppni harðnar milli olíu- félaganna. H íslenskt, áhrifaríkt hálfopin- bert fyrirtæki leitar til Ólafs Jó- hanns Ólafssonar hjá Sony til að gegna stjórnarformennsku hjá sér. Svar við þessari beiðni verður ekki komið fyrir árslok. H Skipafélag hefur siglingar með farþega frá íslandi til Evrópu næsta sumar með reglulegum hætti, annaöhvort frá Reykjavík eða Þorláks- höfn. H Nýtt dagblað sér ekki dags- ins Ijós á nýju ári, hvað sem síðar verður. H Mannaskipti verða í æðstu stöðum hjá LÍÚ og Samtökum fiskvinnslustöðva. Mikil um- skipti verða í rekstri þessara samtaka beggja. H Byggðastofnun verður ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri umsvif og þar verður um veru- lega fækkun starfsfólks að ræða. H Umsvif íslandsbanka minnka einnig á árinu en Landsbankinn tekur við mun stærra hiutverki í fjármála- heiminum en nokkur önnur bankastofnun hér. H Rekstur Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins verður endurskoðaður frá grunni og starfsemi hennar skipt upp. H Reglugerð um aö áfengan bjór og létt vín megi selja í stórum matvörubúðum sér dagsins Ijós á árinu. H Sendiherraskipti verða í París síðla árs og þekktur stjórnmálamaður gerir tilkall til þessa embættis. H Nýr stjórnmálaflokkur, sem samanstendur af öryrkjum og samkynhneigðum, boðar komu sína á stjórnmálasviðið. H Hellaferðir bætast nú á dagskrá skoðunarferða með erlenda ferðamenn og sumar- gisting við eða á bændabýlum framlengist í vetrargistingu sem spyrst fljótt út sem vinsæl nýbreytni. Þetta dregur marga erlenda ferðamenn að strax næsta haust og vetur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.