Vikan


Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 10

Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 10
VOLVU SMM 1992 Enn á Jakob eftir að vekja athygli í Bretlandi. Vinnur Kristján Jóhannsson stórsigur í Bandaríkjunum? Hvaða íslenskur ráðherra kemur til með að draga sig í hlé og valda þannig miklum taugatitringi? Áður óþekkt atvinnuleysi skellur á okkur af fullum þunga, að sögn völvunnar. ■ Umræöur um álver hefjast aftur á nýju ári og munu þær þróast á þann veg að nýtt ál- ver rís á umræddum stað fyrr en nú sýnist. ■ Nokkur verðbréfafyrirtæki hér munu leggja upp laupana og tiltrú manna minnkar stór- lega á hlutabréfaviðskiptum. ■ Eignarhlutföll í nokkrum stórum fyrirtækjum munu raskast verulega. Á árinu kem- ur út bók sem valda mun illvíg- um deilum vegna persónu- legra samskipta manna í við- skiptalífinu við stjórnmála- menn í lykilstöðum. BREYSKLEIKI OG BERSÖGLI ■ Stórt skattsvikamál verður í sviðsljósinu snemma ársins og spannar nokkur ár aftur f tímann. Inn í það dragast tveir þekktir stjórnmálamenn sem verða þó ekki sakaðir um neina aðild að málinu, aðra en þá að hafa ekkert aðhafst þrátt fyrir vitneskju um málið all- lengi. ■ Stærstu tryggingafélögin munu verða skotmark fjöl- miðla fljótlega á árinu vegna hækkunar á bifreiðatrygging- um og önnur mál þeim ótengd gefa einnig tilefni til snarprar ádeilu á þau. ■ íslensk stúlka mun verða orðuð við frægan tónlistar- mann erlendis. Sá mun vera poppari og gefur ófagrar lýs- ingar opinberlega á samlífi þeirra. íslenskt sendiráð í heimalandi mannsins mun þurfa að ganga f málið með til- heyrandi kostnaði. ■ Upp kemst um erlendan aðila sem á feröum sínum hingað til lands hefur haft milli- göngu um að fá íslenskar kon- ur til að taka á móti mönnum í viðskiptaerindum hingað og vera þeim „innan handar“ gegn greiðslu eftir eril dagsins. Maðurinn mun þykja einkar samvinnufús aö gefa upp nöfn og allar aðstæður. ■ Upp kemst um stórfellt smygl fíkniefna hingað og er um að ræða mesta magn sem hingað til hefur verið flutt til landsins svo vitað sé. Þetta veröur til þess að aðstaða og mannafli fíkniefnarannsókna veröur aukinn verulega. ■ Kona hér á landi verður ófrísk að þríburum eftir glasa- frjóvgun. Mikil málaferli hefjast út af atvikinu. ■ Islenskur listmálari málar mynd af þekktri erlendri leik- konu naktri. ■ Erlendur diplómat í heim- sókn hér verður kærður fyrir áreitni við konu í kokkteilboði. ■ Á árinu veröur sett reglu- gerð sem bannar íslenskum körlum að koma með konur hingað til lands frá Austurlönd- um fjær, án þess að hafa sótt um það sérstaklega og fengiö skriflegt leyfi frá útlendinga- eftirlitinu. ÞJÓÐÞEKKTIR EINSTAKLINGAR ■ Kristján Jóhannsson óperusöngvari vekur athygli heimspressunnar vegna stór- sigurs á sviði í Bandaríkjun- um. ■ Jón Múli Árnason fær viðurkenningu á árinu 1992. ■ Helgi Björnsson, leikari og söngvari, fer utan og gerir samning við þekkt hljómplötu- fyrirtæki. ■ Tveir þekktir leikarar ráða sig við leikhús í Evrópu, annar í Þýskalandi, hinn í Bretlandi. ■ Heimsþekktur hljómsveit- arstjóri í kvikmyndaheiminum kemur til landsins og stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni hér. ■ Páll Pétursson alþingis- maður og Sigrún kona hans munu leggja í ferðalag á árinu og koma heim með fréttir eða kynna tillögu sem raskar við- horfi margra til breyttra sam- göngumála hér á landi. ■ Biskupinn yfir íslandi heimsækir loks páfagarð og hlýtur virðingu og þakklæti fyrir. ■ Skipstjóri á þekktu aflaskipi siglir skipi sfnu til Evrópulands með afla sinn og ryður braut- ina til frekari söluferða annarra fiskiskipa þangað, en þar hef- ur ekki verið algengt að landa afla beint fyrr. ■ Jakob Magnússon í sendi- ráði Islands í London heldur áfram kynningu á íslenskri menningu í Bretlandi og vekur sérstaka athygli í þekktri feröamannaborg á suður- ströndinni. ■ Forseta íslands verður boðið að heimsækja land í Afríku. Ekki er víst að verði af þeirri ferð á næsta ári. ■ íslenskur ráðherra dregur sig í hlé og mun það valda taugatitringi og óvissu í ís- lenskum stjórnmálum. ■ Ungur skákmaður veldur fjaðrafoki innanlands með óvæntri yfirlýsingu sinni. ■ Þekkt íslensk kona flytur til landsins og tekur sæti sem pólitískur ritstjóri. ■ Hneykslismál mun koma upp í prestastéttinni, sakir létt- úðar í einkalífi, að því meint er. ■ Tveir andstæðingar í stjórnmálum á Alþingi (karl og kona að sjálfsögðu) munu hefja sambúð á árinu. 10 VIKAN 26. TBL1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.