Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 16

Vikan - 27.12.1991, Side 16
TEXTI: ÁSLAUG RAGNARS / LJÓSM,: BINNI HVERJU SPÁIR DAVÍD ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA? Um áramót er spáð í framtíð- ina. Sumir leita fregna hjá framliðnum eða öðrum þokukenndum öflum. Aðrir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og taka fremur mark á jarðbundnari vísbendingum. Því þótti við hæfi að fyrir um árið, sem í fer, hjá þeim manni sem einna líklegast- ur er til að vita hvað það muni færa okkur íslendingum, Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir á flestum sviðum athafnalífsins. Nánast allur rekstur í landinu stendur höllum fæti. Vegna ofveiði og rangra fjárfestinga í sjávarútvegi er þessi grunnur af- komu okkar í hættu. Landbúnaður hefur verið rekinn með tapi um áratugaskeið. Iðnaður í landinu er ekki samkeppnisfær við iðnað í grannlöndunum. Gífurleg fjölgun í þjónustu- greinum er ekki I samræmi við það sem þær gefa af sér. Opinber þjónusta, svo sem I trygg- ingakerfinu og skólakerfinu, er orðin kostn- aðarsamari en svo að 250 þúsund manna '' "ið geti staðið straum af henni. Svo mætti lengi telja en þetta er hin dökka mynd sem við blasir í megin- dráttum. En er þá allt svart? Nei. Sem betur fer er langur vegur frá því eins og fram kemur í viötalinu við Davíð Oddsson sem hér fer á eftir og fram fór á Þingvöllum einn af þessum fáu björtu dög- um í skammdeginu. „Ég get orðað það svo að ég sé hóflega bjartsýnn þrátt fyrir alla þá bölsýni sem setur mark sitt á þjóðmálaumræðu þessa dagana,“ segir hann. „Erfiðleikar gera víða vart við sig. Sumir stafa af orsökum 16 VIKAN 26. TBL, 1991 -

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.