Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 17

Vikan - 27.12.1991, Síða 17
sem viö fáum ekki breytt og um þá þýðir ekki að fást. Vandamálin eru þó sem betur fer að mestu leyti þess eðlis að við getum leyst þau. Til þess þarf átak en það er því aðeins mögu- legt að við snúum bökum saman eins og ein stór fjölskylda og vinnum okkur út úr vandan- um. íslendingar eru dálítið sérkennileg þjóð. Þeir njóta sín betur í andstreymi en góðæri. Þeir gera ráð fyrir því að hlutirnir „reddist", eru eiginlega haldnir einum allsherjar reddarakom- plex. Slíkt hugarfar er ekki endilega tómur glannaskapur. Það getur komið sér vel og mun eflaust gera það nú sem oft áður. Til þess aö við getum unnið okkur úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir nú er eitt nauðsynlegt. Þeir sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta eða eru í forsvari fyrir slíka hagsmunaaðila mega ekki láta þrönga sérhagsmuni villa sér sýn. Þeir verða að vinna að lausn vandans með hagsmuni heildarinnar í huga og horfast í augu við þá alvöru sem við stöndum frammi fyrir.“ SMÁKÓNGAR ALLS STAÐAR Á KREIKI - Við hverja áttu? „Ég er meðal annars að tala um smákóng- ana á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins, jafnt í viðamiklum einkarekstri sem hópi venjulegra vinnuveitenda, verkalýðsleiðtoga, í sjávarút- vegi, landbúnaði, viðskiptum og opinberum rekstri. Ég tek fram að ég hef skilning á því að allir hafa þessir hagsmunaaðilar sínar gildu forsendur en þær forsendur nægja ekki til að skaffa þeim forréttindi. Nú er bara komið að því að þeir verða að líta á málin í stærra sam- hengi en hingað til. Það hindrar okkur í því að ná raunverulegum árangri, í því að koma at- hafnalífinu á réttan kjöl, að sífellt er verið að bítast um sérhagsmuni.“ MEIRA EN NÓG TIL SKIPTANNA „Enginn skyldi ætla að sú breyting sem felst í þv( að koma hér á heilbrigðu efnahagslífi gangi átakalaust. Því er það óheyrilega mikil- vægt að menn slíðri sverðin og nálgist við- fangsefnin af sanngirni og víðsýni. Það er meira en nóg til skiptanna. Markmiðið er ein- faldlega það að tryggja afkomu einstaklingsins - allra einstaklinga - og efla jafnrétti og al- menna hagsæld í landinu. Það gerist ekki með öðrum hætti en þeim að skapa heilbrigð rekstr- arskilyrði á öllum sviðum. Rekstur verður að bera sig og gefa af sér það sem þarf til að standa undir kostnaði við velferðarkerfið sem við viljum búa við. Til þess að þetta kerfi hrynji ekki þarf að sníða af því ýmsa vankanta. Við höfum ekki ráð á því að sóa fé í óþarfa og munað heldur verðum við að nýta sem best þá fjármuni sem við höfum til ráöstöfunar." DÖKKA HLIÐIN - Hvað sérðu þegar þú spáir í árið 1992? „Ég sé í senn erfiðleika og hagfeílda tíð. Hlutirnir eru nefnilega aldrei bara svartir eða bara hvítir. Ég býst við því að lífskjör þjóðar- innar versni um 2-4 prósent. Ég er viðbúinn þónokkru atvinnuleysi, ef til vill umfram það sem við höfum áður staðið frammi fyrir. Vitað er með vissu að fiskafli verður mun minni 1992 en hann hefur verið 1991. Það er líka vitað að framkvæmdir við álver á Keilisnesi verða ekki hafnar á þessu nýja ári. Lánskjör erlendis fara versnandi, ekki af því að við stöndum ekki í skilum heldur vegna þess að lánamöguleikar í grannlöndunum eru lakari nú en áður og fyrir því eru margvíslegar ástæður. Þetta eru dökku hliðarnar á þeim veruleika sem við stöndum frammi fyrir.“ BJARTA HLIÐIN „Svo eru það björtu hliðarnar á þessum sama veruleika: Ef ég ætti að lýsa árinu 1992, eins og ég sé það hér og nú, þá lit ég á það sem' viðspyrnuár. Það mun veita okkur svigrúm til að búa okkur undir betri tíð sem því aðeins getur runnið upp að við viljum horfast í augu við kjarna málsins og bregðast rétt við. I því efni er ekkert að óttast nema óttann sjálfan. Ástæðu til sérstakrar bjartsýni höfum við ekki þegar á heildina er litið. Enn síðri ástæða er til svartsýni. Við eigum að einblína á sjálft mark- miðið sem er réttlátt þjóðfélag þar sem allir hafa nóg og sitja við sama borð. Þetta eru frumþarfir sem við höfum sett okkur að full-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.