Vikan


Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 20

Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 20
kvarðinn sem tiltækur er þegar jarðnesk verð- mæti eru annars vegar, ávaxta sig - þá fór sem fór þannig að nú verður S(S að lifa eða deyja i þessum alvöruheimi eins og allir aðrir. Ég er ekki að segja að SlS hafi verið eina fyrir- bærið sem þreifst í þessum gerviheimi en það er kannski eitt Ijósasta dæmið um það sem getur sprottið upp af sjúku efnahagslífi. Áhrifin geta orðið mun víðtækari og hættulegri en þau urðu í tengslum við SlS.“ - Ertu sjálfur sparifjáreigandi? „Ég get nú varla sagt það. Ég hef einu sinni keypt ríkisskuldabréf. Það var árið 1986. Ég keypti fyrir 70 þúsund krónur og það er nú minn samanlagði persónulegi sparnaður um dagana, ef satt skal segja, fyrir utan það sem hver fjölskylda bindur í heimilssteypunni." VELFERÐARKERFIÐ - Hagræðing í opinberri þjónustu er ofarlega á óskalista þeirra sem nú ráða rikjum hér, stjórninni og umbjóðendum hennar, en er hún annað og meira en fögur áform og orðin tóm? „Já, það fullyrði ég. Við vissum frá upphafi að þar yrði á brattann að sækja og það er ekki ofsagt að sú hafi orðið raunin hingað til. Kerfis- breytingar eru alltaf erfiðar, ekki síst þegar ekki verður hjá því komist að hrófla við veldi smákónganna. Menn láta sérhagsmuni ekki fúslega af hendi. Sérhyggjan er býsna rótgróin í eðli mannsins. Hjá því verður hins vegar ekki komist að ganga í berhögg við hana þegar nauðsynlegt er að endurskipuleggja í því skyni að spara fé og nýta það sem er til ráðstöfunar þannig að það komi sem minnst við þá sem þjónustan er ætluð. Heilbrigðiskerfið var meðal annars búið til handa því góða fólki sem hefur atvinnu af því að stunda veikt fólk. Það átti þó fyrst og fremst að vera í þágu þeirra sem þurfa á lækningu að halda. Á sama hátt þarf skóla- kerfið að þjóna megintilgangi sínum, það er að láta í té góða menntun þeim sem vilja og geta meðtekið hana. Velferðarkerfi á að vera undir- staða góðrar þjónustu. Það á að tryggja að borgararnir fái góða þjónustu, að frumþörfum þeirra sé sinnt í víðtækum skilningi og að þeir sitji við sama borð. Það á ekki að vera sjálfvirkt styrkjakerfi, sem er þungt í vöfum, óhóflega kostnaðarsamt og lítt skilvirkt. Okkur hefur tekist að koma á fót kerfi sem að mörgu leyti er mjög gott og þjónar tilgangi sínum fullkomlega. Á hinn bóginn eru á þessu kerfi áunnir gallar sem við verðum að sníða af, beinlínis til þess að geta viðhaldið þeim þáttum sem þetta snýst allt um og eru bráðnauðsyn- legir. Það er ekki aðeins á íslandi sem er verið að gera gangskör að hagræðingu í opinberri þjónustu. í mörgum grannlöndum er þróunin áþekk. Kerfið var vel meint í byrjun en það hef- ur tútnaö út og orðið illa viðráðanlegt. Að leggja það niður, eins og það leggur sig, kemur engum heilvita manni til hugar. Að laga það að áþreifanlegum staðreyndum er nauðsynlegt svo það fái staðist." VINSTRI PÓLITÍK ER BARNASKAPUR - Megingallar þessa kerfis? „Það býður í mörgum tilvikum upp á mis- notkun. Allir þurfa á því að halda að finna kröft- um sínum viðnám, ekki síður einstaklingar en sú heild sem myndar þjóðfélagið. Sá sem aldrei þarf að hafa fyrir neinu en treystir ævin- lega á einhvern annan, þann sem er sterkari og á ekki að geta brugðist, verður seint að manni. Hann verður ávallt öðrum háður. Slíkt háttalag er nú ekki í samræmi við íslenskt þjóðareðli. Slík afstaða er áberandi hjá þeim sem að- hyllast vinstri stefnu í stjórnmálum og hafa það fyrir meginreglu að einhver annar eigi að koma til skjalanna og hljóti að gera það, ekki aðeins þegar i nauðirnar rekur heldur jafnt og þétt.“ STÖÐUMAT NAUÐSYNLEGT - Ef við setjum einmitt þetta, forsjárhyggju og þar af leiðandi höft, andspænis þarfri athöfn og heilbrigðu frjálsræði, hvernig mun íslenskt þjóðfélag þá I íta út árið 1992 miðað við 1991 ? „Þótt ýmsir kunni að vera orðnir leiðir á tali um fortíðarvanda verður ekki hjá því vikist að taka hann til greina, einfaidlega til að meta stöðuna af raunsæi svo að við getum unnið okkur markvisst út úr vandanum. Þessi vandi stafar fyrst og fremst af rangri stefnu stjórn- valda og um leið af röngu vali kjósenda. Óheyrilegar upphæðir hafa verið iagðar í óarð- bærar fjárfestingar. Svo einfalt er málið og nú er bara komið að skuldadögum. Ráðslag af þessu tagi leiðir til skuldasöfnunar. Nú eru skuldirnar komnar á það stig að við ráðum ekki við þær nema með víðtækum ráðstöfunum. Annars vegar með því að stöðva skuldasöfn- un, sem er sjálfgert eins og ég hef þegar bent á, og hins vegar með því að auka tekjur okkar til að geta staðið í skilum um leið og við fram- færum okkur sjálf með viðunandi hætti. Þessu getum við áorkað. Að vísu ekki auðveldlega heldur með því að taka duglega á. Ég vorkenni engum að gera það á sína vísu. Þetta kostar að vísu fórnir en að mörgu leyti höfum við mjög sterka stöðu. Ef viö spilum rétt úr henni er ekki vafi á því að við náum árangri. Við skulum ekki búast við stórfelldum gróða árið 1992 en það verður gott viðspyrnuár." - Sterk staða? „Já, víst höfum við sterka stöðu að flestu leyti. Viö erum velmegandi þjóð með sterkar rætur og enda þótt hæpin og jafnvel röng stjórnarstefna á flestum sviðum athafnalífsins hafi sett okkur í mikinn vanda erum við samt 20 VIKAN 26. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.