Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 24

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 24
TEXTl: HELGA MÖLLER / LJÓSM.: BINNI SJALFSVORN Björg Marteinsdóttir kennir sjálfsvörn á vegum Stígamóta Þegar ég fletti Morgunblaöinu fyrir nokkrum vikum rak ég augun í aug- lýsingu sem vakti forvitni mína. Auglýsingin var frá Stígamótum og verið var aö vekja athygli á sjálfs- varnarnámskeiði fyrir konur. Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart í nútíma þjóð- félagi að sjálfsvarnarnámskeið séu orðin hluti af daglegu lífi. Því miður er orðið æ tíðara að við lesum í dagblöðum eða heyrum í útvarpi og sjónvarpi fréttir um nauðganir og árásir. Ekki eru þó mörg ár síðan við íslendingar stærðum okkur af öryggi íslenska þjóðfélags- ins og sögðum stolt frá því að allir gætu gengið óhræddir um götur höfuðborgarinnar, á hvaða tíma sólarhrings sem væri, án þess aö eiga neitt á hættu. Afbrot af hvers konar tagi voru fáheyrð hér á landi fyrir ekki svo mörgum árum. Sjálf man ég eftir að hafa gefið eftirfar- andi dæmi í brandarastíl til vitnis um afbrota- fæö á íslandi, þegar ég var stödd utanlands: „Fangelsi okkar íslendinga eru mjög ströng. Ef fangarnir eru ekki komnir inn klukkan ellefu eru þeir lokaðir úti.“ Máltækiö segir: „Heimur versnandi fer.“ Það þarf þó ekki endilega að vera rétt í tilfelli nauðgana og sifjaspella heldur er staðreyndin sú að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað hér á landi og I stað þess að þegja yfir erfiðri reynslu og burðast einir og óstuddir meö van- líðan og oft sjálfsásökun og sektarkennd leita þolendur kynferðislegs ofbeldis sér hjálpar í auknum mæli. Það er vel. Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, opnuðu skrifstofu 8. mars 1990. Áður höfðu starfað sjálfboðaliðahópar sem aðstoðuöu þolendur - oft við erfið skilyrði. Með opnun Stígamóta var fengin aðstaða og starfsfólk til að taka á móti konum og börnum sem þurfa á aðstoð að halda og þar er veitt ráðgjöf, stuðningur og fræðsla. Starfsfólkið á Stígamótum eru ein- ungis konur sem hafa þekkingu á og reynslu af kynferðislegu ofbeldi og ráðgjöf fyrir þolendur. í seinni hluta nóvember sl. voru viðtöl þetta árið við þolendur kynferðislegs ofbeldis orðin eitt þúsund svo það er enginn vafi á að þörf er Frh. á næstu opnu 24 VIKAN 26. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.