Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 26

Vikan - 27.12.1991, Síða 26
■ Það er Björg Mar- teinsdóttir sem kennir stúlkum og konum á öllum aldri sjálfsvörn, á vegum Stígamóta. Eins og sumir aðrir starfsmenn Stígamóta á hún erfiða reynslu að baki, sem varð til þess að hún starfar við þetta núna. ■ „Það er sama hvort kona, sem lærir sjálfsvörn, er þrettán ára eða sjötug,“ segir Björg. „Það þarf ekki líkamlegan styrk eða burði til að verja sig.“ ■ Á námskeiðunum eru kennd ýmis brögð sem mætti kalla götu- brögð eða fantabrögð. Þau ber aðeins að nota ef ýtrustu nauðsyn ber til. Frh. af bls. 24 fyrir starfsemi sem þessa. I fyrra voru viðtölin um fimm hundruð í allt. Þetta sýnir ekki endi- lega að kynferðislegt ofbeldi sé meira þetta árið en í fyrra heldur er það til frekara vitnis um að fleiri og fleiri þolendur leita sér hjálpar og stuðnings. Hvað er svo kynferðislegt ofbeldi? Undir það flokkast nauðganir og sifjaspell. Kynferðisleg áreitni flokkast kannski ekki beint undir líkamlegt ofbeldi en getur engu að síður orsakað verulega vanlíðan, taugaóstyrk, minnkandi sjálfsöryggi og jafnvel félagslega einangrun. Þolendur kynferðislegrar áreitni þurfa oft ekki síður á aðstoð að halda en þeir sem hafa orðið fyrir beinu, líkamlegu ofbeldi. í upphafi starfs Stígamóta var algengast að eldri konur kæmu til að fá aðstoð en þær eru alltaf að yngjast og um þessar mundir er al- gengast að stúlkur um tvítugt leiti ráðgjafar hjá Stígamótum. Það er Björg Marteinsdóttir sem kennir stúlk- um og konum á öllum aldri sjálfsvörn, á vegum Stígamóta. Eins og sumir aðrir starfsmenn Stígamóta á hún erfiða reynslu að baki, sem varð til þess að hún starfar við þetta núna. Árið 1982 bjó Björg í Bandaríkjunum. Hún varð fyrir því að ókunnugur maður braust inn til hennar og nauðgaði henni. Fjögurra ára dóttir hennar vaknaði ekki þrátt fyrir aö ofbeldismað- urinn kæmi inn um glugga í herbergi hennar, klifraöi yfir hana á leið sinni í leit að fórnarlambi og færi síðan sömu leið til baka, eftir að hafa framið ódæðisverkið. „Eins og hjá öðrum þolendum nauögunar var sjálfsímynd mín í molurn," segir Björg. „Ég varð að byrja á að púsla mér saman upp á nýtt. Allir hlutir uxu mér f augum, jafnvel að klæða mig í sokka. Að lifa í þessu ástandi má líkja við að keyra bremsulausan bfl.“ Sem betur fer frétti Björg af konu sem hjálp- aði þolendum nauðgana að ná tökum á áfalli sem þessu. Eins og algengast er með þá sem starfa að slíkum málum haföi sú kona líka reynslu af nauðgun. Meö hjálp konu þessarar náöi Björg að byggja upp sjálfstraustið og ná áttum. Hjá henni lærði hún einnig sjálfsvarnar- tæknina sem hún kennir núna. Það fer að sjálfsögðu ekki fram hjá barni þegar móðir verður fyrir öðru eins áfalli og nauðgun er. Þetta varð Björg líka aö takast á við. „Það er mikils vert að loka ekki á börnin og segja bara: - Nei, það er ekkert að. Börn þurfa útskýringar. Þau sjá þegar okkur líður illa og þurfa að fá svör við spurningum sínum. Það á við um allt í lífinu aö mikils er vert að ræða við börnin miðað við þroska þeirra. Svo felst líka mikill skilningur í börnum og það getur verið mikil huggun fyrir móður sem hefur orðið fyrir erfiðri reynslu. Á íslandi eru kunningjanauðganiralgengast- ar. Einnig bjóða stúlkur, sem húkka sér far, hættunni heim. Drukknar konur eru líka í hættu og fólk á meira að segja til að álíta það ekki nauðgun ef drukkin kona er þvinguð til samræðis. Ögrandi klæðnaður hefur líka þótt afsökun fyrir nauðgun. Staðreyndin er samt sú að nei þýðir alltaf nei, sama hverjar aðstæö- urnar eru. Okkur konum hættirtil að segja: „Þetta kem- ur ekki fyrir mig.“ Við erum því oft andvara- lausar. Algengt er að konur, sem hefur verið nauðgað, segi eftir á: „Mér fannst hann eitt- hvað skrítinn en gerði mér ekki grein fyrir hvert stefndi." Það er mikilvægt að greina hættu- merkin og læra að taka mark á „bjöllunum" sem hringja þegar hætta steðjar aö. Það er ekki síður nauðsynlegt að vera vakandi fyrir umhverfinu. Við getum til dæmis gert heimili okkar öruggari fyrir innbroti og gætt þess aö leggja aldrei bílnum okkar nema þar sem góð lýsing er, svo dæmi sé tekið. Eins er mikilvægt að konur kunni að skipta um dekk á bíl, til þess að þurfa ekki að reiða sig á ókunna menn, kannski á óupplýstum vegarköflum aö kvöld- eða næturlagi. Það eru óteljandi atriði sem ber að hafa í huga og á þau er einmitt bent á sjálfs- varnarnámskeiðunum. Engin okkar getur sagt með neinni vissu: „Þetta kemur ekki fyrir mig." “ Konur, sem sækja námskeið Bjargar, hafa sem betur fer ekki aliar að baki reynslu af nauðgun. En óneitanlega verða þær sem þeg- ar hafa orðið fyrir líkamsárás, sem og hinar, öruggari og standa ólíkt sterkari að vígi eftir námskeið sem þetta. „Það er sama hvort kona, sem lærir sjálfsvörn, er þrettán ára eða sjötug," segir Björg. „Það þarf ekki líkamlegan styrk eða burði til að verja sig. Það á heldur ekki við að kona sem sækir námskeiðiö sé með krafta- dellu, eins og sumum hefur verið núið um nasir. Því fylgir þó mikil ábyrgð að kunna sjálfsvörn. Það má ekki misnota hana. Þekk- ingin er ekki til að auka á ofbeldi heldur til að draga úr því.“ Á námskeiðunum eru kennd ýmis brögð sem mætti kalla götubrögð eða fantabrögð. Þau ber aðeins að nota ef ýtrustu nauðsyn ber til. Þau felast í að konan notfærir sér við- kvæma staði karlsins. Kennt er að beita hand- tösku, lykli og hnefa, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið er að geta meitt árásarmann nóg til að fá tíma til að komast í burtu. Þungamiðja karls eru axlirnar. Konum er kennt að nýta sér þá vissu og að nýta sér sína eigin þungamiðju. Frh. á næstu opnu 26 VIKAN 26. TBL1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.