Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 27

Vikan - 27.12.1991, Page 27
FÓR Á SJÁLFSVARNAR- ■ jl»I !:¥■!» HENNIVAR NAUÐGAÐ Þegar hafa margar konur útskrifast af sjálfsvarnarnámskeiði Stíga- móta. Að minnsta kosti ein þeirra hefur, svo vitað sé, þegar getað nýtt sér kunnáttu sína er hún var stödd í útlöndum og á hana var ráðist. Það er þó ekki ólíklegt að fleiri hafi getað komið í veg fyrir líkamleg og andleg meiðsl með sjálfsvarn- artækninni. Það er hins vegar vitað að námskeiðið hefur breytt miklu hvað varðar andlega líðan og sjálfsöryggi kvenna sem sóttu það vegna þess að þær höfðu þegar orðið fórnarlömb kynferð- islegs ofbeldis. Hér á eftir fer frásögn stúlku sem hafði verið nauðgað og fékk aukinn styrk og sjálfsöryggi á sjálfsvarnarnámskeiðinu. Rétt nafn hennar skulum við láta liggja á milli hluta en köllum hana Huldu til skilgreiningar. „Ég var full sjálfsásökunar," segir Hulda. „Ég hafði farið heim drukkin með manni og sofið hjá honum. Þegar ég svo vaknaði og sá að ég lá uppi f rúmi hjá ókunnugum manni leið mér hræöilega og ætlaði að flýta mér heim. Maöurinn var hins vegar ekkert á því að ég færi heldur réðst á mig og tók mig kverkataki. Ég hélt að hann ætlaði að kyrkja mig og fraus alveg og honum tókst að koma fram vilja sínum. Niðurlægingin og skömmin var algjör. Ég treysti mér ekki til að segja fjölskyldu minni frá þessu og leið vítiskvalir. Mér fannst ég hafa gefið manninum tilefni til þess að gera það sem hann gerði. Sjálfsvirðingin var engin og vanlíðanin ógurleg. Ég hataði manninn náttúr- lega og gat engan veginn treyst karlmönnum almennt. Allt mat á framkomu karlmanna við mig brenglaðist. Ef karlmaður snerti mig, þó ekki væri nema með vingjarnlegu klappi á öxl- ina, kipptist ég við og þoldi ekki snertinguna. Mér var svo gjörsamlega ofboðið. I framhaldi af þessu fór ég í meðferð til að hætta áfengisnotkun og í kjölfarið sá ég sjálfs- varnarnámskeiðið auglýst. Ég fór ásamt vin- konu minni sem var með fóbíu fyrir myrkri. Hún þorði ekki að vera ein á ferð í myrkri. Námskeiðinu fylgir mikil fræðsla. Þarna sá ég líka að ég var ekki ein á báti. Ég sá að þetta form nauðgunar var hreint ekki óalgengt og það kom mér á óvart. Nauðganir eiga sér ekki bara stað í dimmum húsasundum. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum. Þarna tókst mér að komast út úr sjálfsafneit- uninni. Ég lærði að ég á rétt á að verja mig og engar aðstæður réttlæta nauðgun. Mér lærðist líka að stimpla ekki alla karlmenn eins og að þeir hafa ekki allir bara eitt í huga. Nú get ég brugðist eðlilega við vingjarnlegri snertingu vina og kunningja. Okkur var Ifka kennt að hver á sitt eigið rými og það ber að viröa og ekki þrengja sér inn í það. Þú ein ræður hver fær að koma inn í þitt rými. í byrjun var ég mjög taugaveikluð gagnvart brögðunum og æfingunum á þeim. Ég skrækti bara. Smám saman urðu þó viðbrögðin eðli- legri og öryggið jókst. Núna veit ég að ég get varið mig, þurfi ég þess með. Ég bregst líka öðruvísi við káfi og þukli og það reynir enginn aftur sem einu sinni hefur látið sér verða það á. Á vinnustað bregst ég Ifka öðruvísi við því sem má kalla kynferðislega áreitni, þó hún komi bara fram í orðum. Ég er í alla staði óhultari og öryggið, sem því fylgir, er afskaplega mikils virði. Vinkona mín getur núna gengið óhrædd um götur þótt það sé orðið dimmt. Við lærðum að Kkamsburður hefur mikið að segja. Sá sem er hræddur ber það oft með sér. Hann hniprar sig saman og sendir frá sér skilaboð um hræðslu. Þetta er svokallað „body language". Það er engu líkara en viðkomandi hafi hengt á sig skilti sem segir: Ég er alveg ofsalega hrædd. Það býður hættunni heim. Okkur er kennt að skipta um skilti, rétta úr okkur, bera okkur vel og skilaboðin verða: Láttu þér ekki detta í hug að reyna neitt við mig.“ Fimm til sex árum eftir aö Huldu var nauðg- að gat hún fyrst myndað fast samband við karlmann. Hún þakkar það sjálfsvarnarnám- skeiðinu og sjálfsuppbyggingunni er hún hlaut þar. ■ „Þegar ég svo vaknadi og sá að ég lá uppi í rúmi hjá ókunn- ugum manni leið mér hræðilega og ætlaði að flýta mér heim. Maður- inn var hins vegar ekkert á því að ég færi heldur réðst á mig og tók mig kverkataki.“ Hulda hvetur allar konur til að sækja svona námskeið til að verða óhultari í heimi vaxandi ofbeldis. Forvarnarstarfið, sem þarna er unnið, er mjög gott. Með kunnáttu í sjálfsvörn geta konur forðast atvik sem geta skemmt mikið út frá sér f daglegu Iffi þeirra. Afstaða þjóðfélagsins þarf hins vegar að taka verulegum breytingum og þá ekki síst réttarkerfið. Nei þýðir nefnilega alltaf nei, hvort sem kona er allsgáð eða drukkin - hvort sem hún klæðist ögrandi fatnaði eða ekki. Nýlegt er dæmi um tvo menn sem nauðguðu konu á Keflavíkurflugvelli og eru ekki sóttir til saka. Það var góð spurning sem eitt dagblaðanna setti fram: „Er leyfilegt að nauðga konum á Keflavíkurflugvelli?'1 TEXTI: HELGA MÖLLER

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.