Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 35

Vikan - 27.12.1991, Page 35
um. Þar með brotnaði ísinn og eftirleikurinn varð auðveldur. Ég álít að til þess að geta náð verulega góðum myndum af fólki þurfi maður að búa yfir ýmsum hæfileikum góðs sál- fræðings. Ljósmyndarinn verður að geta fengið fólk á sitt band og látið eins og hann hafi þekkt það alla tíð. Aðspurður um hvort hann vildi segja eitthvað sérstakt um Sigríði Jónsdóttur, brúði nóvembermánaðar, sagði Ás- grímur að hún hefði verið mjög indæl og elskuleg eins og reyndar allar brúðir sem hann hefði kynnst. „Ég segi henni síðan til hróss," bætti hann við, „að hún er Innbæingur hér á Akureyri og ættuð þaðan reyndar-og brúðguminn líka, rétt eins og ég. Ég hef myndað þessa krakka áður og fest stóratburði úr lífi þeirra á filmu eins og ferminguna, systkini þeirra hafa líka komið hingað á stofuna. Þegar maður hefur verið í þessari grein í nokkra áratugi getur maður fylgst vel með því fólki sem hingað kemur. Ég er til dæmis um þessar mundir að mynda börn þeirra barna sem ég tók mynd- ir af í upphafi ferils rníns." MYNDAR LÍKA HUNDA Ásgrímur sagði að á undan- förnum árum hefði það færst í vöxt norðan heiða að fólk kæmi með hundana sína í myndatöku og væri þetta orð- inn skemmtilegur þáttur í starf- inu og kær tilbreyting. „Það þarf nefnilega líka að hafa lag á hundunum því þeir geta ver- ið ómögulegir þegar þeir eru látnir sitja fyrir. Því bið ég eig- endur þeirra um að koma með þá hingað á stofuna daginn áður en myndatakan er fyrir- huguð. Þá venjast hundarnir aðstæðum hér, geta lyktað að vild og kannað umhverfið. Það er jafnframt mikilvægt að þeir óttist Ijósmyndarann ekki og því er gott að þeir kynnist hon- um fyrst svo þeir treysti honum þegar alvaran tekur við. Hund- ar geta verið afar lúpulegir á myndum ef þeir eru slæmir á taugum eða áhugalausir. Sama er reyndar að segja um mannfólkið en f þeim tilvikum er auðveldara að koma fyrir- sætunum til." Gefiö meðgöngunni hátíðlegan blæ í jólafötunum frá okkur Fis-létt Grettisgötu 6 Sími 626870 Stefán Már Jónsson framkvæmdastjóri: Námskeiöiö Sjálfstraust og samskiptaleikni hefur eflt mig sem starfsmann og einstakling ásamt því að opna augu mín fyrir nýjum leiðum til að ná árangri. Kolbrún Markúsdóttir Kaupmaöur: Skrifstofutækninámið kom mér mjög á óvart þar sem ég hafði aidrei komið nálægt tölvum. Eftir skóiagönguna nýti ég tölvuna til sem flestra hluta við reksturinn. Stjómtækniskóli íslands • Tölvuskóli Boðið er markvisst nám í mannlegum samskiptum og stjórntcekni fyrir stjórnendur deilda og minni jyrirtœkja. Vakin er sérstök athygli á: nám- inu Sjálfstraust og sam- skiptaleikni. Fjármála- stjórn minni fyrirtcekja. Stöðugt eru gerðar auknar kröfur til starfsfólks á skrifstofum. Góð almenn menntun í Skrifstofutœkni er lykillinn að slíkum störfum í framtíðinniAð auki eru í boði fjölmörg námskeið í notendahug- búnaði einmenningstölva. 26. TBL. 1991 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.