Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 38

Vikan - 27.12.1991, Page 38
skrifborðið hennar hangir viðurkenningarskjal frá há- skólanum í Ohio í Bandaríkj- unum. Hún er spurö að þvi hvort hún hafi stundað þar framhaldsnám. Hún skellihlær og segir að hún hafi skjalið þarna sér til gamans. „Þannig var,“ segir hún til útskýringar, „að ég heimsótti lagadeildina þar ásamt nokkrum félögum mínum, okkur til fróðleiks og ánægju. Þetta var mjög skemmtileg ferð og lærdóms- rík þó hún veitti okkur ekki neinar frekari háskólagráður." LANGAÐI AÐ VERÐA DÝRALÆKNIR „Ég notaði útilokunaraðferðina þegar ég valdi mér nám í Há- skólanum," segir Elín þegar hún er spurð aö því hvers vegna lögfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Einu sinni langaði mig að verða dýralæknir en fór ofan af því áður en ég lauk menntaskólanámi - en auðvit- að veltir maður ýmsu fyrir sér á þessum árum. Ég ákvað loks að spreita mig á lögfræð- inni en þá hafði ég útilokaö all- ar raungreinar til dæmis. Hóp- ur sá sem hóf lögfræðinám sama haust. og ég var mjög skemmtilegur en þar á meðal voru nokkrir félagar mínir úr Menntaskólanum í Reykjavík. Ég kolféll á hinu erfiða prófi í almennri lögfræði en sú er raunin hjá meirihluta þeirra nemenda sem hefja nám í deildinni. Margir hætta þegar þeir komast ekki í gegnum síu þessa en ég hélt áfram eins og fleiri og náöi í annarri tilraun. Mér líkaði svo vel í deildinni að það var aldrei spurning um annað en að halda þar áfram námi svo fremi að ég réði við það. Greinarnar eru misjafnlega spennandi en það er eitthvað skemmtilegt við hverja ein- Sem betur fer eru flestir sem ég hef þurft að skipta mér af siðaðir menn og láta sér lynda þann úrskurð sem gefinn er út hverju sinni. Það eru svartirsauð- ir innan um og þeir mættu að ósekju bæta sig í manna- siðum. Það er þeirra vandamál því ákvarð- anir hér að lútandi eru látnar standa, hvað svo sem þeir segja. staka. Lögfræðinámið er ekki þurrt og leiðinlegt eins og margir halda, það er þvert á móti mjög lifandi. Félagslífið á meðal laga- nema er ákaflega fjörugt og skemmtilegt og eru árin í Há- skólanum mér mjög eftirminni- leg, ekki síst af þeim sökum. Kynjahlutföllin eru orðin önnur en áður var, þegar nær ein- göngu karlar höfðu áhuga á því að gerast lögfræðingar. Nú eru þau svipuð og í mennta- skóla - álíka margar konur og karlar." LÆT ÞAÐ EKKIÁ MIG FÁ - Nú starfar þú undir kjör- orðum lögreglunnar, sem tekin eru úr ekki ómerkar! bók en sjálfri Njáls sögu: Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Hvernig kanntu við þetta hlutverk? „Auðvitað þarf ég stundum sem embættismaður i þessu starfi aö taka óvinsælar ákvarðanir, ekki siður en þær sem í betri jarðveg falla. Ég læt það ekki á mig fá þó gjörð- um mínum sé ekki alltaf tekið fagnandi. Það verður bara að hafa það. Við gerum ekki ann- að hér en að reyna að sjá til þess að farið sé að lögum og reglum. Þetta er starf mitt og ég reyni að gegna því eftir bestu samvisku." - Þarf fulltrúi lögreglu- stjóra ekki að vera á vett- vangi, þar sem hlutirnir gerast, til þess að vera við öllu búinn? „Mestur hluti starfsins fer fram hér á skrifstofunni en einstaka sinnum fer ég á vettvang. Einkum á það þó við í þeim tilvikum þegar verið er að ogna nýjan veitingastað eða þegar um eitthvað sérstakt er að ræða. Bæði eru lögreglumenn og eftirlitsmenn á feröinni alla daga vikunnar til þess að fylgjast með vínveit- ingahúsunum. Þeir gefa okkur skýrslu ef eitthvað er athuga- vert við reksturinn. Annars er ég með ýmsa aðra málaflokka á minni könnu, til dæmis útgáfu öku- leyfa, hluta af sektainnheimtu og síðan koma mörg mál af ýmsu tagi inn á borð til mín. Ég þarf til dæmis oft að svara hvers konar fyrirspurnum um lög og rótt, sem berast hingað til lögreglustjóraembættisins, ýmist frá einstaklingum, fyrir- tækjum eða stofnunum." SUMIR MÆTTU LÆRA BETRI MANNASIÐI Úthlutun vinveitingaleyfa var áður í höndum dómsmála- ráðuneytisins en lögreglan eða sýslumannsembætti í hverju umdæmi voru aðeins umsagnaraðilar. Nú hafa þessar úthlutanir færst frá ráðuneytinu til fyrrgreindra embætta. En það eru fleiri en lögreglan í Reykjavík sem koma við sögu þegar um það er að ræöa hvort veitingahúsi verður úthlutað vínveitinga- leyfi eða ekki. Borgaryfirvöld þurfa að leggja blessun sína yfir slíkt, svo og félagsmála- ráð, heilbrigðiseftirlit, eldvarna- eftirlit og loks er starfandi sérstök matsnefnd sem mælir með leyfisveitingunni eða gegn henni. Það er því ekki sopið kálið. Þegar um nýtt húsnæði er að ræða þarf meira að segja Vinnueftirlitið að veita samþykki sitt að auki. Elín var spurð að því hvort reglurnar hefðu verið hertar og eftirlitið aukið eftir breytingarn- ar. „Reglurnar hafa ekki verið hertar en það má kannski segja að eftirlitið hafi aukist með fjölgun vínveitingahúsa því annars væri erfitt að henda reiður á því sem er að ger- ast á þessu sviði. Auðvitað reynum við að standast þær kröfur sem löggjafinn gerir til okkar. Ef reglurnar eru brotnar mega menn búast við að við- komandi veitingahúsi verði lokað að minnsta kosti eitt kvöld í fyrstu og síðan eru viðurlögin hert þegar brotin eru ítrekuð. Við fyrsta brot, sé það ekki alvarlegt, látum við nægja að gefa mönnum að- vörun. Oft er um það að ræða að of margir gestir eru í húsunum. Þegar vínveitingaleyfi er út- hlutað er tekið fram hversu margir mega vera inni á staðn- um og vegur mat heilbrigðis- yfirvalda og eldvarnaeftirlits þyngst í þeim efnum. Veitinga- húsaeigendur þekkja þessar reglur mjög vel en þeir freist- ast stundum til að taka áhættu og hleypa inn of mörgum gest- um til að glæða viðskiptin - eða of ungu fólki, sem ekki má selja vín. Það getur reynst eig- endunum dýrt ef þeir þurfa svo að loka eitt kvöld eða um lengri tíma fyrir syndir af þessu tagi. Enginn er heldur tilbúinn að standa undir þeirri ábyrgð sem hvílir á eigendum þessara staða ef kviknar ( og of margir gestir reynast í hús- inu.“ Elín fullyrðir að samskipti hennar við þá aðila sem eiga hlut að máli séu í langflestum tilvikum prýðileg og í gegnum starf sitt hafi hún kynnst mörgu góðu og skemmtilegu fólki. Aðspurð um hvort vonsviknir veitingahúsaeigendur séu þar meðtaldir svarar Elín að svo sé. „Sem betur fer eru flestir sem ég hef þurft að skipta mér af siðaðir menn og láta sér lynda þann úrskurð sem gef- inn er út hverju sinni. Það eru svartir sauðir innan um og þeir mættu að ósekju bæta sig í mannasiðum. Það er þeirra vandamál því ákvarðanir hér að lútandi eru látnar standa, hvað svo sem þeir segja. Ef þeir vilja ekki við það una verða þeir að snúa sér til ráðu- neytisins. LAGANEMAR RÁKU TVO SKEMMTISTAÐI Áður en skilið er við Elínu Vig- dísi Hallvarðsdóttur er ekki úr vegi aö spyrja hana hvort hún sæki stundum skemmtistaði borgarinnar heim án þess að gera það í embættiserindum. „Ég fer út að skemmta mér öðru hverju með vinum mínum og verða þá ýmsir staðir fyrir valinu. Á háskólaárunum var félagslífið svo mikið aö maður komst ekki yfir mikið meira en skemmtanir innan lagadeildar- innar. Við héldum okkar eigin dansleiki og laganemar ráku meira að segja tvo skemmti- staði á tímabili. - Að lokum, Elín, hvað hyggstu fyrir í næstu framtíð? „Ég get alveg hugsað mér að vera hér áfram. Auðvitað er það samt alltaf á stefnuskránni að fá réttindi til málflutnings og titilinn héraðsdómslögmaður. Þeir sem vinna á lögmanns- stofum eiga auðveldara með að afla sér slíkra réttinda en hinir sem vinna hjá ríkinu. Til þess að öðlast þessi réttindi þarf viðkomandi að flytja fjögur mismunandi mál fyrir héraðs- dómi.“ □ 38 VIKAN 26. TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.