Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 46

Vikan - 27.12.1991, Page 46
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON / MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON GULLINN MJÖÐUR - NOKKRIR FRÓÐLEIKSMOLAR UM UPPRUNA OG GÆÐI Koníak er orö sem mörgum kemur í huga aðeins á stórhátíöum. Þeim sem hafa sérstakt dálæti á þessum göfuga drykk þykir hann einfaldlega ómissandi ásamt dýrindis kaffi viö þau tækifæri sem gefast til aö láta sér líða vel svo um munar, eins og á laugardagskvöldum eftir erfiða vinnuviku. Þaö er jafnframt mál þeirra sem til þekkja aö fólk eigi aö njóta koníaksins og drekka helst 4<S VIKAN ?6 TRI IWI ekki fleiri en eitt eða tvö glös af því í hvert sinn - þó vitaskuld freistist unnendur þess til aö fá sér örlítið til viðbótar þegar þannig stendur á. 1 LÖNG OG MERK SAGA Koníak hefur verið framleitt í Frakklandi síðan á 17. öld og er nafnið dregið af héraði því þar sem hinar réttu vínþrúgur vaxa sem eðaldrykkurinn er búinn til úr, Cognac í suðvest- urhluta landsins. Hvergi í heiminum er hvítvínsfram- leiðsla meiri og þekja vínekr- urnar 80.000 hektara lands. Upphaf koníaksframleiðsl- unnar í Frakklandi á sér langa og merka sögu. Svo snemma sem á 12. öld var mikið flutt þaðan af hvítvíni bæði til Eng- lands og Norðurlandanna. Síðar var farið að flytja vínið til nýlendnanna í Afríku, svo og til Indlands og jafnvel Kína. í Ijós kom að vínið þoldi illa svo langan og tímafrekan flutning. ◄ Birgir Jónsson á Gullna hananum á meira úrval koníaks en flestir aðrir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.