Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 58

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 58
TEXTI: ÞÓRDÍS LILJA JENSDÓTTIR Viðtal við Jamie-Lynn Magnússon, vestur-íslenskan doktor í sálarfræði, við Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada Það er leikur að læra, seg- ir í alkunnri vísu. Það er einnig list að læra. Að minnsta kosti er það skoðun Jamie-Lynn Magnússon, doktors í sálarfræði, sem vinn- ur við kennslufræðirannsóknir á háskólastigi við Manitoba- háskóla ( Winnipeg í Kanada. Hún þjálfar háskólakennara með það að markmiði að þeir geti kennt nemendum sínum listina að iæra. „Starf okkar sem vinnum við kennslurannsóknarstöð Manit- obaháskóla felst í því að rann- saka hvernig nemendur til- einka sér þekkingu og komast að því hvaða kennsluaðferðir nýtast nemendum best við þekkingaröflunina,1' segir Jamie-Lynn. „Einnig vinnum við að þróun nýs tölvuhugbún- aðar sem ætlað er að meta framfarir nemenda og setjum upp námskeið þar sem há- skólakennurum eru kynntar nýju kennsluaðferðirnar.11 - Hvernig er tölvuhugbún- aðurinn notaður við mat á kennslu? „Notkun tölva sem hjálpar- tækja við mat á kennslu er ekki nýjung í sjálfu sér. Nýja tölvuhugbúnaðinum, sem við erum að þróa, er hins vegar ætlað að meta framfarir nem- enda. Hingað til hefur tíðkast að miða kennslumatið við kennarann og fer það þannig fram að ég fylgist með nokkr- um kennslustundum viðkom- andi kennara. Ég skrái hjá mér meðal annars hvernig honum tekst að ná til nemenda sinna og vekja áhuga þeirra á við- fangsefninu. Síðan færi ég þessar upplýsingar inn í tölv- una sem vinnur úr þeim og prentar út heildarkennslumat. Ég ræði síðan viö kennarann og bendi honum á það sem betur má fara í kennslu hans. í háskólum hefur nemend- um einnig verið fengið það hlutverk aö meta kennarana. Hverjum nemanda er þá feng- ið í hendur eyðublað þar sem hann gefur kennaranum eink- unn á bilinu 1 til 10 og er þá tekið mið af ýmsum þáttum kennslunnar. Tölvan vinnur síðan úr þessum upplýsingum á sama hátt og ég lýsti áðan. Viðkomandi kennari hefur síð- an aðgang að þessum upplýs- ingum.“ HÆFUR HUGSUÐUR - HVAÐ ER ÞAÐ? „Núna erum við á kennslu- rannsóknarstöðinni farin að meta kennsluna út frá nem- endunum og framförum þeirra en ekki eiginleikum kennar- anna,“ segir Jamie-Lynn. „Rannsóknir okkar beinast aö því að kanna hvernig háskóla- nemendur læra og hvernig hugsun þeirra þroskast, verð- ur sjálfstæð, skipulögö og markviss. Við göngum út frá þeirri framþróun sem við vitum að verður í hugsun nemandans frá því að hann hefur nám og þar til því lýkur. Doktor í eölis- fræði hugsar á allt annan hátt en sá sem er að hefja nám í greininni. Hlutverk kennarans er að virkja hugsun nemand- ans og auka þannig náms- árangur hans. Þekkingu má líkja við pakka. Sú aðferð sem notuð hefur verið við mat á kennslu byggist á þvi aö athuga hvort kennaranum tekst að gera þekkingarpakkann nógu girni- legan til þess að nemendur opni hann og tileinki sér inni- haldið. Allt snýst um kennar- ann og hvort hann er skipu- lagður og líflegur í kennslu- stundum. Við höfum snúið dæminu við og spyrjum spurn- inga eins og: Hvernig lærir nemandinn? Hverjir eru eigin- leikar hans? Hvaða eiginleikar kennarans auðvelda nemand- anum að hugsa sjálfstætt og skipulega? [ stað þess að gefa kennar- anum einkunn á bilinu frá 1 til 10 er farið að huga í auknum mæli að þeirri sálfræði sem liggur á bak við listina að læra. Farið er að leggja meiri áherslu á einstakan nemanda og hvernig hann tileinkar sér þekkinguna. Þarfir nemand- ans eru aðalatriðið en ekki eig- inleikar kennarans. Ef öll orka kennarans fer í að vera skipu- lagður og líflegur í kennslu- stundum er hann um leið ófær um að hjálpa nemendum sín- um til þess að verða hæfir hugsuðir." - Hvaðerhæfurhugsuður? „Sá sem getur hugsað á agaðan og hæfileikaríkan hátt er fær um margt. Aðan líkti ég þekkingu við pakka og við upphaf náms burðast nem- endur við að kynna sér og læra einstaka óskipulagða og ótengda þekkingarpakka. Þegar á námið líður læra þeir smám saman að skipuleggja hugsun sína og sjá hvernig pakkarnir tengjast. Þá opnast fyrir þeim nýir heimar, tengslin á milli einstakra þekkingar- pakka verða skýrari og hugs- unin verður um leið skýrari. Pakkarnir renna saman og mynda eina heild og nemand- inn er fær um að endurraða þeim og finna sjálfur upp ný tengsl á milli þeirra. Aristóteles var mikill og skapandi hugsuður. Hann gat þróað þekkingarmunstur og séð tengsl milli ólíkra hluta sem enginn annar gat séð. Hæfir hugsuðir reyna aö finna tengsl á milli einstakra þekk- ingarpakka og láta þau síðan falla inn í eigin heimsmynd." TÖFRAFORMÚLA EKKI TIL „Ég held að kennarar geti hjálpað nemendum sínum að verða hæfir hugsuöir, það er að gera hugsun þeirra mark- vissa og skipulagða," segir Jamie-Lynn. „í því skyni hefur verið komið á fót námskeiðum þar sem háskólakennurum er kynnt þetta nýja sjónarhorn í kennslufræðinni. Einnig reyn- um við að breyta viðhorfi kennaranna og vekja athygli þeirra á sálfræðinni sem liggur aö baki því að tileinka sér þekkingu, að læra. Undirtekt- irnar eru óneitanlega misjafn- ar. Sumir kennarar vilja ein- faldlega fá töfraformúlu fyrir árangursríkri kennslu en hún er því miður ekki til. Galdurinn Frh. á bls. 62 58 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.