Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 61

Vikan - 27.12.1991, Side 61
A Hér er öllum hlutum haganlega fyrlr komið. Allir mikilvægir takkar eru á áberandi stöðum og er tilgangur þeirra æviniega augljós. Góð hönnun. ◄ Unnt er að fella niður bak aftursætanna og auka þannig hleðslurýmið umtalsvert. Þess má geta að bíllinn er búinn stillanlegu stýri sem bæði er hægt að draga inn og út og velta upp og niður, allt eftir því hvaða staða þess hentar ökumanninum best. Margs konar aukabúnað má fá meö bílnum eins og til dæmis aflstýri, stafræna. klukku, handföng til að opna lítra dísilvél eða 1,5 lítra, 12 ventla bensínvél með blönd- ungi eða beinni innspýtingu. Þessar nýhönnuðu 12 ventla vélar hafa áberandi meira snúningsvægi yfir allt snún- ingssviðið en eldri vélarnar. Þetta fæst með því að hafa þrjá mismunandi stóra ventla fyrir hvern strokk. Það er að bensínlúgu og farangurs- geymslu frá ökumannssæti, höfuðpúða á aftursætum, rofa fyrir birtustillingu á inniljósum, bakka undir hægra framsæti fyrir ýmiss konar dót, þriggja punkta öryggisbelti í aftursæt- um, samlæsingu, rafstýrða úti- spegla, rafstýrða sóllúgu og rúðuvindur, framsvuntu með loftinntaki (spoiler), léttmálms- felgur með mismunandi útliti og stærð, þrettán eða fjórtán tommu, svo eitthvað sé nefnt. NÝ HÖNNUN VÉLA Við reynsluakstur Vikunnar kom i Ijós að Lancer hlaðbak- ur er einstaklega lipur og þægilegur í akstri innanbæjar, þó svo hann teljist ekki til smábíla í orðsins fyllstu merk- ingu. Bíllinn var búinn aflstýri sem kom skemmtilega á óvart og fær það hæstu einkunn undirritaðs. Sömu sögu er að segja á malarvegi þar sem hann skiljar mjög vel því hlut- verki sem ætlast er til. Afl og vinnsla vélarinnar er mjög góð og er það stór þáttur í því að gera aksturinn skemmtilegan. Vélin er 1,8 lítr- ar að stærð og með sextán ventlum og tveimur yfirliggj- andi kambásum. Einnig er hægt að velja 1,8 0 26. TBL 1991 VIKAN ól

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.