Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 71

Vikan - 27.12.1991, Síða 71
MIKILVÆGI MARKMIÐA ÁRAMÓTAHUGLEIÐING Vm issulega er tilhlökkun í loftinu. # Margur er upprifinn, spenntur og f innilega tilbúinn aö fagna nýju ári og kveðja það gamla með alls kyns fyrirheitum. Á nýju ári skal flest það sem vanrækt var eða vannst ekki tími til að gera á því liðna verða gert og staðið við þaö. Að sjálfsögðu verður drifið í að framkvæma allt sem búið er að draga ótæpilega og það helst ekki seinna en núna eða í síðasta lagi á allra fyrstu vikum eða mánuðum nýja ársins ef Guð lofar og letin er ekki í fyrirrúmi eins og stundum hjá allra ágætasta fólki eins og okkur. Það er eitthvað svo auðvelt að kalla fram í hugann vilja og von um að flest muni breytast og auðvitaö eflast innra meö okkur, ekki síður en í aðstæðum okkar á komandi mánuðum. Við eigum sem betur fer flest ákveönar hug- myndir og þrár í hug okkar og hjarta um hvern- ig við viljum nota næsta ár sjálfum okkur til framdráttar og vonandi öðrum til blessunar. Heimsmál liðinna mánaða hafa verið að taka á sig þær myndir ókyrrðar og spennu sem gætu gefið til kynna að það sem geröist á árinu á undan hafi ekki að öllu leyti skilað sér sem skyldi. Þá er átt við að þegar múrar alls konar og andlega stöðnuð kerfi tóku að gliðna voru á lofti teikn um tíma sem gáfu fyrirheit um ögn friðsamari heimsmynd framundan og þá aukn- ar andlegar framfarir sem mögulega gætu gef- ið meira rými því sem verður að teljast gott og göfugt í mannssálinni. Ekki er í sjálfu sér ástæða til að örvænta þótt einhver niðurrífandi og neikvæð öfl rísi í kjöl- far góðs ásetnings. Öllum breytingum fylgir ókyrrð og jafnvel einhvers konar stríð, hvort sem breytingin er andleg eða efnisleg. Við lif- um á tímum tækni og vísinda þar sem hugvit og efnishyggja eru býsna ríkjandi öfl, kannski ekki síst á kostnað þeirra innri verðmæta sem nauðsynlegt er jafnframt öðrum framförum að fái sitt pláss í tilvist og viðhorfum okkar. VARHUGAVERÐUR TRÖPPUGANGUR Þegar á allt er litið er lítið varið í að eiga bíl eða bát ef viö eigum ekki á sama tíma frið í sálar- tetrinu eða yl í hjarta. Flest í tilveru nútíma- mannsins miðast við að ná sem bestum og helst sem skjótustum árangri veraldlega. í sjálfu sér er ekkert rangt við þannig sjónarmið svo fremi að við leggjum okkur eftir að rækta og hlúa að innra lífi okkar og reynum að vera góðar og gagnlegar manneskjur. Við erum andleg ekki síður en efnisleg og af þeim ástæðum þjónar það afar litlum tilgangi, þegar til heillar ævi er litið, að efla einungis sjálfs síns framvindutengdan tröppugang einhvers konar, til þess hugsaðan jafnvel að hrifsa annars veg- ar sem mest til sín af athygli umheimsins og hins vegar til að kitla tímabundið eigið egó. Þeir sem þannig þróa tilveru sína hljóta að komast í þrot fyrr eða síðar og þá ekki síst andlega. Best væri ef við á nýju ári legðum jafnmikinn þunga í andlega og sálræna uppbyggingu til- vistar okkar og þá efnislegu. Við ættum í raun sem flest að gefa okkur tíma á hverjum degi til að gera að minnsta kosti tvennt sem örvar okk- ar innra líf, eitthvað sem er jákvætt og sjálf- styrkjandi. Það er hentugt markmið fyrir flesta að setja þannig ásetning inn í áætlanir nýja ársins. Ef við gerum það er nokkuð víst að marg- þættar og jákvæöar breytingar geta orðið f samskiptum okkar hvert við annað, ekki síður en í því sem beinlínis snýr að okkar eigin per- sónulegri velferð. Við þurfum að boröa, annars verður líkaminn veiklaöur og starfar ekki sem skyldi. Eins er með það sem ekki sést og við köllum sál. Hún þarf að nærast og gerir það ekki bara í gegnum umhverfi okkar heldur og ekki síður hugsanir okkar sem síðan framkalla alls kyns tilfinningar og geðhrif. HEILINN MIKILVÆGT STJÓRNTÆKI Til að byrja með er ágætt að átta sig á því að heilinn er eins og hvert annað tæki sem þarf að mata á staðgóðum hugsunum. Hyggilegast er því að meðhöndla hann sem slíkan. Öllum tækjum þarf sem sagt að stjórna og ekki síst þessu ágæta starfstæki sem heitir heili. Við getum valið að mata heilann ýmist á jákvæð- um eða neikvæðum hugsunum, allt eftir því hvað okkur fellur best. Við vitum aö neikvæð- um hugsunum fylgir eitt og annað sem fellur undir vandræði hvers konar. Það er aldrei hægt að komast hjá einhvers konar leiðindum eða almennum axarsköftum, ef við temjum okkur aö vera neikvæð. Flest vex okkur í aug- um og segja má að öll samskipti okkar bæði við okkar eigin persónu og svo aðra geti orðið býsna torveld ef við hlöðum heilann mögnuð- um neikvæðum hugsunum. Ef við aftur á móti nýtum okkur gildi já- kvæðra hugsana til eflingar á áhrifamætti þessa merkilega stjórntækis er ekki spurning að ótrúlegustu möguleikar og tækifæri veröa eins og fylgifiskar athafna okkar og samskipta við aðra. Ef við ætlum að auka eigin farsæld á nýju ári byrjum við á þessari hyggilegu nær- 26. TBL. 1991 VIKAN 71 HÖFUNDUR: JÓNA RÚNA MIÐILL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.