Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 72

Vikan - 27.12.1991, Side 72
JÓNA RÚNA KVARAN ■ Með þessu móti getur hver og einn verið viss um að næsta ár verður á allan hátt ennþá tilkomumeira, einmitt vegna þess að við erum búin að átta okkur á að það þarf að næra andann eða sálina ekkert síður en líkamann. ■Það þarf eina verulega fúla eða leiðinlega, jafnvel þrautafulla, aðgerð á dag í því skyni að efla staðfestu okkar og stöðugleika, ásamt trú á eigið mikilvægi og annað ágætt í manngerðinni. ■ Mistök eru til að læra af þeim og þess vegna er enginn ástæða til að sýta þau eftir á. Við gerum nefnilega þegar betur er að gáð oftast það sem við höfum vit til. ingarstefnu hið snarasta og látum einskis ótreistað til að gera starfsemi heilans öfluga og máttuga í gegnum heila herdeild af góðum, raunsæjum, kærleikshvetjandi og skynsam- legum hugsunum. Þær verða síðan sú fæða sem daglega styrkir okkar innra líf. Heilann notfærum við okkur sem stjórntæki sem við getum valið hugsanir í. Þannig viðhöldum við hæfni hans til að starfa á sem happadrýgstum grundvelli, í þeirri trú að það skili árangri sem um munar í átt til meiri vellíðunar hið innra með okkur. KOSTUR AÐ STYRKJA MANNGERÐINA Jafnframt þessu gerum við, eins og áður sagði, tvennt til að viðhalda persónuleika okk- ar og manngerð. Það þarf eina verulega fúla eöa leiðinlega, jafnvel þrautafulla, aðgerð á dag í því skyni að efla staðfestu okkar og stöðugleika, ásamt trú á eigið mikilvægi og annað ágætt í manngerðinni. Það er til dæmis hægt að ákveða í dag að brosa við konunni í næsta húsi um leið og hún gengurfram hjá, þó okkur finnist manneskjan ekki eins og sniðin fyrir okkar annars ágætu þarfir. Eins gætum við ákveöið að taka til í ruslaskúffunni sem viö erum búin að yfirfylla svo á iiðnu ári að það liggur við að út úr henni fijóti ef okkur verður óvart á að reka okkur í eitthvað sem við þurf- um á að halda úr henni. Það sem við gerum aftur á móti til að efla persónulegan áhuga okkar á því hvað við erum annars meiri háttar og áhugaverð er allt- af eitthvað sem er bersýnilega styrkjandi fyrir sjálfsmatið og til að auka tiltrú okkar á að í okk- ur finnist manngerð sem fáir eða engir ættu að missa af viðkynningu viö. Við gætum til dæmis farið (leikhús eða góðan göngutúr. Eins getum við horft á okkur í svo sem hálftíma í spegli, bara til að við séum alveg viss um að það sé mikils virði að berja okkur augum, af því að við erum svo ótrúlega sæt og á annan hátt aðlað- andi. Ekki væri verra að brosa ögn meira hvert til annars, sérstaklega að tilefnislaus. Ef við gerðum tvisvar á dag út næsta ár þetta tvennt, ásamt því að efla allar þær já- kvæðu hugsanir sem liggja á lausu alls staöar innan seilingar, er ekki vafi á að við næstu ára- mót verða það þónokkuð sigurvissir ef ekki sælir einstaklingar sem kveðja það ár með bros á vör. ÁRÍÐANDI AÐ NÆRA INNRA LÍFIÐ Með þessu móti getur hver og einn verið viss um að næsta ár verður á allan hátt ennþá til- komumeira, einmitt vegna þess að við erum búin að átta okkur á að það þarf að næra and- ann eða sálina ekkert síður en líkamann. Það er eitthvað sem við eigum að gera fyrst og fremst sjálf, ásamt því náttúrlega sem til fellur í þessum efnum af annarra manna borðum. Flestum fellur ekki við gamla matarafganga. Einmitt þess vegna neitum við að vera skeyt- ingarlaus um andlega fæðu okkar og ákveðum með það sama að það skuli verða jákvæðar, uppörvandi og kærleiksríkar hugsanir sem heili okkar safnar og vinnur úr á því ári sem er fram undan. Aðeins í neyðartilvikum látum við það gerast að við gefum líf neikvæðum, vonlitl- um og bitrum hugsunum. Hvað þá að við séum að hirða þá andlegu afganga sem annað fólk lætur falla hér og þar af tillitsleysi. Á liðnu ári hafa veriö miklir erfiðleikar hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum hvað varð- ar afkomu og hugsanlega greiöslugetu. Vegna þess arna og annars sem er stofnanakennt en þó jafnframt persónulegt og tengist fjármála- markaðinum veröum viö flest að einsetja okkur það á nýju ári að láta ráðdeild og fyrirhyggju ráða ferðinni í öllum þeim tilvikum sem tengj- ast peningum, öflun þeirra og eyðslu. Sparn- aður borgar sig ef við ætlum okkur öruggt og farsælt ytra líf og engin ástæða til að láta öllum stundum allt eftir sér í þeim efnum sem kosta peninga. HEIMATILBÚIN DÝRTÍÐ? Börnin okkar þurfa að hafa okkur svolítið í kringum sig, án þess að við séum hrædd og örvæntingarfull vegna þess til dæmis að viö höfum lifað um efni fram og sjáum ekki leið út úr þeim ógöngum sem þannig heimatilbúinni dýrtíð getur óneitanlega fylgt. Persónulegt innra jafnvægi foreidris er barni meira virði en kannski tvíbreitt rúm sem það svo týnist í. Það kynni ef til vill mun betur við að vera bara áfram um sinn í því litla, þó barnalegt sé og kannski slitið. Betri væru minni hús og íburðarlítil, en meira af okkur þar sem við virkilega nytum okkar, hamingjusöm og óttalaus. Þau okkar sem trúa því að viö elskum okkur sjálf verða vitanlega á næsta ári mun ákveðnari en oftast áður í að það sem best er innra meö okkur og heilsteyptast verði sú nýársgjöf sem við færum í fyrsta lagi sjálfum okkur og aðrir skyldir sem óskyldir koma síðan til með að njóta með okkur. Um leiö og við öðlumst aukna innri ábyrgð og hefjum meðvitað að breyta og bæta hugsanir okkar á þann veg að við verðum bjartsýn, heiðarleg og sanngjörn koma allir til með að njóta góðs af. Sem sagt ekki bara við, elskurnar, þótt eigingjörn getum verið stund- um, hinir líka eöa þannig. Þó er þaö nú ein- hvern veginn svo að þrátt fyrir ófullkomleika erum við flest fær um að auka löngun okkar til að efla í hjarta okkar og huga góðvild til alls sem lifir, ef við viljum og þorum. Eitthvað sem óneitanlega mætti verða aðall okkar, elsk- urnar. MISTÖK GETA VERIÐ GAGNLEG Um leið og ég óska ykkur alls hins besta á nýju ári vil ég líka þakka innilega fyrir frábært sam- starf á liðnu ári, ekki síst fyrir þann góðvilja sem hefur komið fram í minn garð í öllum við- kvæmu og vandmeðförnu bréfunum sem þið hafið verið svo dugleg að skrifa mér, jafnvel sum með kökk í hálsi og tár á hvörmum. Hvað um það, elskurnar, við vitum að þannig líðan er einungis tímabundin og þess vegna er óhætt að fullyrða að öll él birtir upp um siðir. Auðvitað á sú speki við um okkur sem erum þrátt fyrir allt og allt svo indæl ef betur er að gáð. Mistök eru til að læra af þeim og þess vegna er engin ástæöa til að sýta þau eftir á. Við ger- um nefnilega þegar betur er að gáð oftast það sem við höfum vit til hverju sinni. Hitt er svo annað mál að mistök, sem framkvæmd eru af ásetningi og veröa öðrum til tjóns, eru alls ekki réttlætanleg og þess vegna ömurleg og mann- skemmandi. Nýársgjöf mín til ykkar verður því þessi ágæta tilvitnun soðin upp úr annarri, gamalli og gagnlegri: „Batnandi fólks bíður betra líf vegna þess aö þannig fólk er að klóra í bakkann, þó brösulega gangi á stundum." Þar höfum við það, elskurnar, og húrrafyrir því eða þannig. Hvað finnst ykkur með stjörnuljós í hendi, í bland við bros á vör og ylstrauma í hjarta? Ég óska ykkur alls hins besta á nýju árí og vona svo innilega að gæfa og aukin gleði verði þau öfl sem lyfta innra lífi ykkar upp og áfram á næsta ári. Takk fyrir allt og allt. Með vinsemd, Jóna Rúna. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + V + + S + + + E -f + + L + + + + + L i 1’ I L + T E L P A + 0 + + + + + i T A L A 13 + F L A N G S + + + + + T A / + G Ó 5 S + p A L A + + + + + T V I 5 V A p + + T R 5 Ð + + + + + + E R K I + + V U + + D I + + + + + R R + A D K R £ p P T + + + + + + + E' Ð U R + T R F A + M + j 0 E + K A u D T + D Ð + F R E K B ó L + B U ]j D + + S L U M P A Ð I + L i K A R + E A u L A R + i S + p S I N A R + H A R M A p + Y p K j A S N A K K U R + K L M + G L Æ + ó N + + + K T N 0 K A + p 10 A G + S L + M E T A + S K 0 + L A + M j A K A R + R 0 L T -♦ A E G E S + A U Ð Æ P A S U M A R S + M 0 T T u L + S K A K + G + K U M p A N I + s L Æ V I K K F E T K N A + £ U N N A + S I L K I A N L I T U + u R G A + M A F i A + G I L A G A R + I M B A + U + N F V I N A + + U + + + M I D I N S N Ý + N + F A R Ð T + V I T U N D + S S + + í + G A R Ð + I N A R + R 0 I N A F S T A Ð I N y L U R + B A R N I j A k Ð F R Æ D I K 0 R T i+ R A N N Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 ReykjavíkJ 72 VIKAN 26, TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.