Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 78

Vikan - 27.12.1991, Síða 78
„Þið hafið ykkar eigin tegund af kímni sem er svolítið gróf og mér finnst hún stór- skemmtileg." „Þið hafið gaman af að segja fró fornum hetjum og manninum sem villtist af leið þar til hann fann Ameríku, ón þess að gera mikið meira í mólinu.“ „Stundum skrifa ég karlpersónur og Tomas kvenpersónur." „Nœsta ór velja þeir svo annan heimshluta ó sama hótt - og svo koll af kolli. Ég held að mesti glansinn sé farinn af nóbelsverð- laununum." hennar þvi að þau hafa ekki þennan sjúkdóm. Þá hefst leit- in og forvitni lesandans er vakin. Ég læt söguna hefjast í Amsterdam á sjöunda ára- tugnum vegna þess að þá var mikið um ameríska liðhlaupa úr stríðinu í Víetnam í Evrópu. Margir þeirra fóru til Hollands og enn fleiri til Svíþjóðar vegna þess að þar var pólitískt hlutleysi og frjálsar ástir þar að auki. Þetta spilar allt inn í söguna seinna meir. Svo vél- rita ég þetta niður á fjórar blaðsíður og sendi til Maj á myndsendi. Hún veltir þessu fyrir sér, spyr mig nokkurra spurninga og síðan látum við til skarar skríða. Hún skrifar fyrsta kaflann, ég þann næsta, hún þann þriðja og ég þann fjórða og svona verða tveir kaflar til í viðbót. Allan þennan tíma er söguhetjan mín í Hol- landi og hennar í Svíþjóð. í sjöunda kafla fer Hollending- urinn til Svíþjóðar og í þeim áttunda hittast persónurnar tvær. Eftir það verðum við að skrifa bókina saman. - Þú ert metsöluhöfundur í Hollandi, Þýskalandi og víðar en bækur þínar hafa ekki verið þýddar á íslensku áður. Tomas: Nei. íslendingar þekkja ekki hollenska rithöf- unda. Þeir vita allt um hol- lenska myndlist en ekkert um bókmenntirnar okkar. - Hvað veist þú þá um ísland? Tomas: Heilmikið núna. Við höfum ferðast mikið um þetta sérkennilega land, í alls konar veðrum og virt fyrir okkur mannlífið. Reykjavík er ein- hver sérkennilegasta borg sem ég hef heimsótt og hef ég þó heimsótt margar. Hún er ólík öllum borgum sem ég hef séð á Norðurlöndum og líkist satt að segja engri evrópskri borg heldur. Hún gæti kannski átt sér einhverjar hliðstæður i Kanada - og þó ekki. Þaö vantar allt heildarskipulag enda var okkur bent á gamalt hús í einni af skoðunarferðum okkar og sagt að þaö hefði veriö byggt árið 1920. Þaö væri unglegt hús í Hollandi. En borgin er ótrúlega forvitni- leg. Að degi til er hún eins og samansafn smábæja þar sem maöur rekst allt í einu á stóra kirkju eða risastórt, kúlulaga veitingahús. En þegar litið er á hana að kvöldlagi ofan úr Breiðholti kemur í Ijós að þetta er ótrúlega stór borg. Maj: Þið eruö heldur ekkert lík okkur hinum á Norður- löndunum. Allra síst Svíum. Þið hafið ykkar eigin tegund af kímni sem er svolítið gróf og mér finnst hún stórskemmti- leg. Þiö minnið mig ótrúlega mikið á íra en ég hef einmitt alltaf verið veik fyrir írum og írlandi. Ég hafði einmitt verið þar rétt áður en ég kom hingað fyrst fyrir tíu árum - og mér fannst ég alltaf vera að rekast á fólk hérna sem ég nauð- þekkti. Mér finnst íslendingar vera svona - skemmtilega geggjaðir einstaklingshyggju- menn. - Hafið þið þá séð ein- hverja persónuleika sem þið gætuð notuð í sögur ykkar? Maj: Já, ég hef einmitt hugsaö um það. (slendingar láta ekki steypa sig í sama far og aðrir. Þetta er gjörólíkt Sví- um sem eru alltaf fremur „akk- úrat“ og vilja helst ekki skera sig úr fjöldanum. Tomas: Þið eruö svolítið stolt og furðulegt fólk. Þið hafið gaman af að segja frá fornum hetjum og manninum sem villt- ist af leið þar til hann fann Ameríku, án þess að gera mikið meira í málinu. Þegarég spyr hvort þetta hafi einhverja þýðingu er bara glápt á mig í forundran. Ég geri mikið að þvi að stúdera fólk. Það er nauðsynlegt fyrir rithöfund. Ég reyni lika að setja mig inn í hugarheim kvenna en konan mín verður að hjálpa mér við þaö. Doreen: Hann er nú ansi fundvís á ýmislegt sjálfur. Tomas: Ég reyni auðvitað en ég get samt aldrei hugsað fyllilega eins og kvenmaður. Maj: Ég legg lika mikið upp úr því að komast inn í hugar- heim karlmanna. Mér finnst þeir meira spennandi en konur. Ég er alltaf svolítið veik fyrir viðkvæmum mönnum og elskhugar mínir hafa hjálpað mér mikið. Stundum skrifa ég karlpersónur og Tomas kven- persónur. - Ætliö þiö að skapa ein- hverja eina persónu sem á eftir að ganga eins og rauð- ur þráður f gegnum bækurn- ar ykkar? Maj: Nei, það gengur ekki. Tomas: Við gætum ekki verið með sænskan lögreglu- mann og annan hollenskan sem eiga að vinna saman i mörgum bókum. Það væri ekki trúverðugt. - Greta Garbo er fyrsta bókin sem þú hefur skrifað síðan 1985. Maj: Já. Þegar bókaflokkn- um okkar Per lauk og eftir að hann dó skrifað ég enga bók sjálf fyrr en við Tomas fórum að skrifa saman. Ég hafði að- eins fengist við þýðingar og blaðagreinar. - Áður en við settumst að snæðingi voruð þið að grín- ast með nóbelsverðlaunin. Nú hafið þið bæði fengið bókmenntaverðlaun af ýmsu tagi. Stefnið þið á nóbelsverðlaunin? Maj: Ænei. Við fengjum þau aldrei. Núna er uppistaðan i sænsku akademíunni öldung- ar á níræðisaldri og upp á síð- kastið hafa þeir verið í ein- hvers konar landafræðileik. Þeir hugsa sem svo: Það er kominn tími til að veita ein- hverjum Afríkumanni verð- launin. Þá viða þeir að sér verkum nokkurra Afríkumanna og velja svo þann sem þeim þykir skástur. Næsta ár velja þeir svo annan heimshluta á sama hátt - og svo koll af kolli. Ég held að mesti glansinn sé farinn af nóbelsverðlaununum. - Nú vinnur þú sem rit- höfundur hálft árið, Tomas, og vasast í kvikmyndafram- leiðslu hálft árið. Hefur ein- hver af bókum þínum verið kvikmynduð? Tomas: Nei. Þær eru allt of dýrar til þess. Hver einasta bók gerist á svo mörgum stöð- um - kannski um víða veröld. Aftur á móti erum við búnir að gera sjónvarpsseríu sem hef- ur verið seld um allar jarðir og er sýnd á Norðurlöndunum. Kannski kemur hún hingað líka. Þættirnir heita Brúin og gerast á stríðsárunum. Samtalið var miklu lengra og margt bráðskemmtilegt sagt enda skemmtum við okk- ur konunglega. Bókin um kon- una sem líktist Gretu Garbo, sem er nýkomin út á íslandi, er skrifuð í tveim útgáfum. Tom- as skrifar sína á hollensku en Maj sína á sænsku. Túlkun hennar er fjörutíu blaðsíðum lengri og hefur verið valin til þýðingar á mörg tungumál. Tomas lætur sér það í léttu rúmi liggja þar sem þau skipta ágóðanum jafnt á milli sín. Þegar hann hafði orð á því hvað íslenskar konur væru fal- legar og hefðu tignarlegt yfir- bragð og glæsileika vildi ég fá að vita hvað þeim fyndist um íslenska karlmenn. Þau voru öll sammála um að þeir kæm- ust ekki með tærnar þar sem konurnar hefðu hælana; flestir sjálfumglaðir labbakútar sem kynnu lítið fyrir sér í kurteisi. En þetta var allt sagt í góðu. Þegar kvöldverðinum lauk voru þau bæði búin að bjóða okkur íslendingunum heim til sín og tóku af okkur loforö um að heimsækja sig. Maj bíður með óþreyju eftir að lesa bók- ina mína og hún faðmaði mig innilega að sér þegar við kvöddumst. Heimsmannslegum kvöld- verði var lokið og ég fór með sambýliskonu minní út á næt- urlífið. Nokkrum klukkustund- um síðar voru rithöfundarnir frægu komnir upp i flugvél á leið til Evrópu. □ 78 VIKAN 26. TBL. 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.