Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 80

Vikan - 27.12.1991, Page 80
AD TJALDABAKS SEAN PENN LEIKARI ER ORÐINN LEIKSTJÓRI OG LEIKSTÝRÐI NÝLEGA KVIK- MYNDINNI THE INDIAN RUNNER. E R HANN KANNSKI H/ETTUR AÐ LEIKA? Myndin hans Seans Penn fjallar um tog- streitu milli tveggja bræöra. Leikarinn David Morse leikur Joe Roberts sem þarf aö selja jörð sina upp í skuldir og gerist lögreglumað- ur til aö framfleyta fjölskyld- unni. Síöan kemur bróöir hans andlega hrjáöur frá helvítinu í Víetnam. Hann hefur slæm áhrif á alla sem umgangast hann. Brátt dregur til tíðinda. Bræður munu berjast. Sean Penn átti sjálfur hugmyndina að kvikmyndinni. Þess má geta að Dennis Hopper leikur ( myndinni en hann leikstýröi Sean Penn í kvikmyndinni Colors sem gerö var áriö 1988. Hugarsmíð Seans Penn, The Indian Runner, er kvik- mynduð í miðvesturríkjaborg- inni Omaha í Nebraska þar sem menn boröa enn safarík- ar steikur í staöinn fyrir aö maula heilsufæði sem oröin er tíska í flestöllum stórborgum Bandaríkjanna. íbúar Omaha keyra auk þess um á miklum amerískum bensínfákum a la Detroit og reykja filterslausar sígarettur. Þaö var þetta um- hverfi sem leikstjórinn ungi vildi sýna. Hinn 31 árs gamli Sean Penn er afar sæll þessa dagana því kvikmyndagerðin tókst framar vonum og punkt- inn yfir i-iö setti barnsfæöing. Eiginkona hans, leikkonan Robin Wright (en þau léku Vel fer á me6 þeim Dennis Hopper og Sean Penn við töku myndarinnar The Indian Runner. einmitt saman í myndinni State of Grace), eignaöist stúlkubarn sem hlaut skírnar- nafniö Frances Dylan Penn. Þessi ungi leikari og nú leik- stjóri hefur einsett sér aö hætta aö leika. Þegar litið er um farinn veg koma upp kvik- myndirnar Taps (1981) þar sem Sean Penn lék ungan og reiðan herskólanema sem afræður að aöstoöa bekkjar- bræöur sfna, sem voru leiknir af Timothy Hutton og Tom Cruise, við aö koma í veg fyrir lokun skólans. Þeir grípa til vopna og alvöru stríðsleikur veröur til. Myndin var frumraun hans sem leikari. Síðan fylgdu Tveir bræður sem eiga eftir að kljást upp á líf og dauða í myndinni The Indian Runner. ( kjölfarið kraftmiklar myndir eins og Fast Times at Ridge- mount High (1983) þar sem hann lék úrræðasnjallan og villtan menntaskólanema. í myndinni Bad Boys (1983) lék hann bitran en staðfastan tugthúslim sem berst gegn ranglæti innan fangelsis- veggja. í ástar- og gaman- myndinni Racing with the Moon (1984) lék hann nýliða sem verður ástfanginn af stúlku sem hann síðan þarf að kveöja vegna stríðsins í heim- inum (siöari heimsstyrjöldin 1939-1945). Hann lifir stríöið af og ástfangna parið nær saman í lokin. Síðan komu safaríkar myndir á borð við The Falcon and the Snow- man (1984), pólitískur tryllir, byggður á sannsögulegum CHRISTOF WEHMEIER TÓK SAMAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.