Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 82

Vikan - 27.12.1991, Side 82
=*m Joe Mantegna lék i stórmyndinni Síðan voru það myndirnar Fa- mily Prayers og hin nýja kvik- mynd Woody Allen. í henni leika líka Jodie Foster og Madonna. Joe Mantegna er 43 ára gamall og er giftur leikkonunni Arlene sem hann giftist árið 1975. Giftingin fór fram á mjög frumlegum stað, í Eiffelturnin- um. Auk þess er hann ham- ingjusamur heimilisfaðir. Ar- lene, eiginkona hans, gaf leik- listina upp á bátinn eftir að þau giftu sig. Hún hefur meira yndi af því að sjá um húsið og börnin. Joe Mantegna hefur haft mjög náið samstarf við uppá- haldsleikstjóra sinn, David Manet, sem leikstýrði honum meðal annars í myndunum House of Games (1987) og Things Change (1988). Nýj- asta mynd þeirra, Homicide, fjallar um Baltimore-löggu af The Godfather III. gyöingaættum sem þarf að brjóta lögin til þess aö hefna sín á þrjótum sem leggja hatur á gyðinga. Joe Mantegna er af ítölsk- um ættum, innflytjendasonur og kemur úr verkamannafjöl- skyldu. Hann fékk snemma áhuga á leiklist, hóf að leika þegar hann var í mennta- skólanámi árið 1969. Árið 1973 slóst hann í för með far- andleikfélaginu Organic Thea- ter. Fyrsta almenna kvik- myndahlutverkið fékk hann þó ekki fyrr en árið 1987 þegar hann lék mikinn spilasvindlara í House of Games sem fékk verðskuldaöa athygli. Joe Mantegna hefur fengið hin bestu ummæli frá þekktum kvikmyndastjörnum. Mia Farr- ow hafði þetta að segja um frammistöðu hans í myndinni Alice: Allir vita hversu indæll og góður leikari Joe er. Hann er samviskusamur, trúr, traustur og mannlegur. Don Ameche, sem var mót- leikari hans í myndinni Things Change, sagði þetta um hann: Joe er indælasta mannvera sem ég hef hitt. Hann er ein- beittur, vingjarnlegur og at- vinnumaður á sínu sviði. Hinn þekkti Nick Nolte (48 Hours, Another 48 Hours) sagði stutt og laggott: Joe er skínandi góður leikari. Þeir tveir léku saman í myndinni Weeds sem hefur enn ekki verið sýnd hér á landi. Joe Mantegna er kominn til að vera. □ FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi10 - þjónar þér allan sólarhringinn I þriðju Godfather- myndinni lék Joe Mantegna mafíu- keppinaut Don Corleones sem leikinn var af stór- leikaranum Al Pacino. NÆRMYND AF LEIKARANUM JOE MANTEGNA Við erum stödd við Hell Gate Bridge þar sem leikarinn Joe Mantegna hangir í krana í háloftunum. Hann þurfti að gera sér þaö að góðu að fram- kvæma þetta áhættuatriði sjálfur. Engin elsku mamma hér, enginn áhættuleikari. Myndskeið þetta munu vænt- anlegir áhorfendur sjá í kvik- myndinni Queens Logic. Þeg- ar hann var kominn niður á móður jörð var honum tjáð að leikstjórinn Woody Allen hefði hringt og óskað eftir símhring- ingu til baka. Woody Allen hafði notað Joe Mantegna f mynd sinni Alice sem gerð var í fyrra. í þeirri mynd lék Joe Mantegna saxófónleikara sem heldur við gifta konu, leikna af Miu Farrow, eiginkonu Woody Allen. Allen var það ánægður með frammistöðu Joes Mantegna að hann vildi fá hann aftur til sín í mynd. Mikill asi var á Joe Mant- egna í fyrra og enn meira gengur á hjá honum þetta árið. í fyrra lék hann með stuttu millibili í myndunum God- father III, Alice, Wait Until Spring, Bandini þar sem hann iék á móti Faye Duna- way og Queens Logic sem minnst var á hér í upphafi. Á Hinn skínandi leikari Joe Mantegna. þessu ári lék hann í myndum eins og Homicide, sem Regn- boginn mun sýna ef ekki er þegar byrjað að sýna hana, og Bugsy, mynd Barry Levin- son (Avalon, Rain Main, Diner). Auk hans leika f mynd- inni Warren Beatty og eigin- kona hans, Annette Bening. 82 VIKAN 26. TBL 1991 CHRISTOF WEHMEIER TÓK SAMAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.