Vikan


Vikan - 27.12.1991, Síða 87

Vikan - 27.12.1991, Síða 87
HÁRGREIÐSLUMEISTARAR Frh. af bls. 85 óperu sem sprengt hefur tón- stigann. Hér fer greinilega vin- sæl kona í sínum hópi, vin- sældir hennar felast ef til vill í eftirfarandi viöhorfi hennar til félaga sinna: „Viö erum öll ein fjölskylda. Auðvitað er meting- ur milli stofa en þegar á reynir stöndum við saman!“ sagði Arnfríður og þetta samþykkti salurinn svo ekki varð um villst. Einar Oddur Kristjánsson steig næstur á stokk og flutti hárgreiðslumeisturum kveðjur og egg frá Vinnuveitenda- sambandi Islands. Reyndar var ekki um neitt venjulegt hænuegg að ræða heldur tákn- rænt listaverk sem Einar Odd- ur skýrði með því að segja þá strákana gefa þeim stelpun- um, sem reyndar eru enn í miklum meirihluta félags- manna, egg í djúpri merkingu hugtaksins. Einnig var meðal ávarpenda Eiríkur Þorsteins- son frá Meistarafélagi hár- skera. Minntist hann rakara á 15. öld sem þá voru ekki taldir til efri stétta. Hárskeraiðn þeirra tíma þótti ekkert eiga skylt við list sem brotist hefði út í hárgreiðsluiðninni. Nú er hins vegar öldin önnur og hárskerar hafa náð að saxa heilmikið á forskotið. Fleiri tóku til máls og veröur ekki rakið hér en skemmtilega þóttu ræðumenn stutt- en þó gagnorðir þannig að gestir há- tíðarinnar þurftu ekki að sitja undir miklum ræðuhöldum sem oft þykja langdregin og leiðinleg. Meira að segja rakti Sigurður Grétar Benónýsson, reyndar betur þekktur sem Brósi, sögu félagsins þannig að öll aðalatriði hennar komu skýrt fram án þess að um lang- an fyrirlestur væri að ræða. Að ávörpum loknum var ekki beð- ið boðanna heldur sýningunni skellt í gang. HEILSUFAR í H>ETTU? Fyrst var gefið sýnishorn af fjórða áratug þessarar aldar með skemmtilegri blöndu bún- inga, hárgreiðslu og leikrænn- ar tjáningar sýningarfólksins í anda tímabilsins. Þó að þarna hafi hárgreiðslan verið í önd- vegi eins og á sýningunni í heild sinni varð ekki hjá því komist að óttast lítillega um heilsufar sýningarstúlknanna vegna ógnvænlegs vindlinga- munnstykkis sem ein þeirra hafði millum fingra sinna og eflaust hefur verið yfir hálfan metra að lengd. Handhafa stykkisins fórst þó hlutverk sitt það vel úr hendi að aldrei var raunveruleg hætta á ferðum. Síðan komu fulltrúar hvers áratugar í timaröð og hvert at- riði var kynnt af líflegum dönsurum, lítt klæddum, ung- um manni sem renndi sér niður súlu líkt og slökkviliðsmaður sem gleymt hefur að klæðast búningi sínum og léttfættri ungri stúlku sem hoppaði og skoppaði um sviðið eins og móðir jörð hefði skyndilega misst aðdráttarafl sitt. Þannig rann sýningin létt í gegn með alls kyns bylgjum, krullum og krúsindúllum hársins í stíl hvers tímaskeiðs. Bylgjum og krullum, já, ein var þó undan- tekningin á þvf þar sem túlkuð var tíska blómabarnanna svokölluðu eða sextíu og sjö kynslóðarinnar. Slíkur var ein- faldleiki þeirrar tísku að varla hefur verið örtröð í bækistöðv- um hárgreiðslumeistara í þann tíð. GRÍNIÐ, FAGIÐ, ALVARAN Þegar hárgreiðslumeistarar höfðu rennt sér um tímann á sviðum viðhafnar og venjulegr- ar hárgreiðslu tók við útlistun brúðargreiðslna tímabilanna. Þar fór vel útfærð og falleg sýn- ing en léttleikinn var þó ekki langt undan svo sem virðist vera vísa hárgreiðslufólks, smákrydd svona! Þorsteinn Magnússon fór á kostum í hlut- verki prestsins með sterkum svipbrigðum og látbragði. Þannig hafði þessi sýning, sem annars lýsti einni mestu ör- lagastund konunnar, yfir sér skemmtilega blæblöndu gríns, alvöru og fagmennsku. Að síðustu er vel viðeigandi að minnast á sögu Brósa sem sló með henni botninn í sinn þátt. Brósi átti nefnilega for- láta skyrtu sem mun vera fag- systkinum hans og viðskipta- vinum vel kunn. Á baki skyrt- unnar voru einhver orð á frönsku sem Brósi gat ekki túlk- að vegna skorts á fransktyngi. Hann var þó ekki í rónni fyrr en hann hafði snúið baki sínu að einum frönskumælandi við- skiptavini sínum í stólnum og fengið þar með boðskap skyrt- unnar góðu. Orðin voru á þessa leið að þýðingunni lok- inni: Vel greidd kona lýsir sem logandi kyndill. □ Nærf atnaður og náttföt fyrir alla fjölskylduna Svissneska gæðaframleiðslan frá CALIDA er góður kostur -ekki eingöngu gæðanna vegna heldur líður öllum vel í þessum nátt- og nærfatnaði. Öll fjölskyldan velur nærföt og náttföt frá CALIDA LAUGAVEGI 30 - SÍMI 624225 SENDUM í PÓSTKRÖFU PARÍSARbúðin AUSTURSTR/CTI 8 - SÍMI 14266
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.