Menntamál - 01.09.1936, Side 6
84
menntamál
þykkt liinna nýju fræðslulaga og hafði þaulhugsað fram-
kvænid þeirra.
Sig. Jónsson naut virðingar og vinsælda meðal kennara,
bæði sem yfirmaður og samverkamaður. Eg kynntist lion-
um aðallega frá því um haustið 1930, er eg gerðist sam-
verkamaður hans hér í Reykjavík. Um samvinnu við Sig.
Jónsson get eg i slultu máli sagt það, að hann reyndigt
inér í öllum. greinum hinn drengilegasti og virðingarverð-
asli starfsbróðir. Þessa er því fremur verl að geta, sem
]iað er alkunnugt, að skoðanir okkar voru stundum
skiptar.
Sigurður Thorlacius.
Þrír íslenzkir uppeldisfræöingar.
Þrir ungir íslendingar eru nýlega komnir heim að afloknu
námi í uppeldis- og sálarfræði við erlenda háskóla. Menntamál-
um þykir hlýða, að kynna Jiessa menn lésendum sínum með
nokkrum orðum:
Ármann Halldórsson magister er fæddur i Bildudal 29. des.
1909. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri 1931. Sigldi sama ár
til Osló með styrlc úr Snorrasjóði. Þrjú næstu árin var hann
við nám í Osló, þá eitt ár heima á Isafirði við greindarmælingar
á börnum, og loks eitt ár enn í Osló og lauk nú í sumar meist-
araprófi i heimspeki. Aðalritgerð hans fjallar um greindarmæl-
ingar á íslenzkum börnum. Fékk hún ágæta dóma.
Dr. Matthías .Tónasson rilar grein hér í blaðið á öðrum stað,
og er hans nánar getið þar.
Dr. Símon Jóhannes Ágústsson er fæddur í Kjós á Reykjar-
firði 28. sept. 1904. Hann iauk stúdentsprófi 1927 og sigldi þá
um haustið til Parísar. Þar nam hanii sálarfræði og lauk meist-
araprófi í heimspeki 1933. Sama ár fékk hann styrk Hannesar
Árnasonar og hefir síðan dvalið við framhaldsnám í Þýzka-
landi og Frakklandi. Hann varði doktorsritgerð sína í París
26. júní í sumar. Er það stór bók. Verður hennar nánar getið
síðar hér í blaðinu, svo og doktorsritgerðar Matthíasar.
Menntamál fagna heimkomu þéssara efnilegu manna og
vænta þess, að þjóðfélagið búi þcim brátt svo lífvænleg starfs-
skilyrði, að kraftar þeirra fái sem bezt notið sín í þjónustu
uppeldis og vísinda.