Menntamál - 01.09.1936, Side 7

Menntamál - 01.09.1936, Side 7
MENNTAMÁL 85 Uppeldið og jijóðin eftir dr. pliil. Matthías Jónasson. Höfundur þessarar greinar, dr. phil. Matthías Jónasson, er fæddur 2. sept. 1902. Hann stundaði fiskiveiðar á segl- skútum og togurum til 24 ára aldurs. I>auk sem utanskóla- nemandi gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri með 1. einkunn 1928, en stúdentsprófi við sama skóla með 1. einkunn 1930. Sigldi sama ár lil Þýzkalands og lagði stund á uppeldisfræði, heimspeki og sögu við Há- skólann í Leipzig, þar sem hann lauk doktorsprófi með 1. einkunn 1935. Ilefir stund- að nám áfram siðan og jafn- framt haft á hendi kennslu í íslenzkri tuhgu og menningu sem lektor við.nefndan skóla. Uppeldið er eðlisbundinn tilgangur og innri ákvörðun fjölskyldunnar. F r ö h e 1. I. Mennthæfnin er sú staðreynd, er ótvíræðast sannar sérleik mannsins og yfirburði hans yfir allt annað líf jarðar. Dýr má leinja og venja, en mannsbarnið eitl er móttækilegt fyrir menntun. Það á þá hæfni, að þroskast við áhrif andans. Þessari hlutrænu (objektive) staðreynd samsvarar önnur hugræns eðlis: vitund mannsins um mennthæfni sína. Hver móðir, sem fæðir baril og elur upp, veit að það er andlegum gáfum gætt. —- Báðar cru

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.