Menntamál - 01.09.1936, Side 10

Menntamál - 01.09.1936, Side 10
88 MENNTAMÁL barninu ákjósanlegur leiðtogi á þroskabraut þess. Hún virðir sérleik þess og sjálfshugð, en glæðir jafnframt fé- lagsvitund þess. Sjálfshugð hins samvizkugædda persónu- leika er jafnan í sveigjanlegri andstöðu við anda félags- lieildarinnar, sem takmarkar sérleiksþróun einstaklings- ins. Innan fjölskyldunnar er þessi andstæða milli heild- anda og sjálfshugðar mýkri og samræmanlegri, sökum þess, — eins og að ofan er sagt —, að heildandinn birtist liér sem félagslyndi. Hér þroskast fyrst og fremst félags- lyndi barnsins, sem er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir félags- vitund þess. í fjölskyldunni finnur harnið ást, félagslyndi, virðingu fyrir einstaklingnum, ríkjandi siði og, ákveðna þekkingu, og þroskar jafnframt samsvarandi hæfileika sína. Hið eðlilega menntunarslarf fjölskyldunnar hefir lagt grunninn að ríkjum nútímans og menningu. Uppeldisvís- indin eru reist á reynslu og starfi fjölskyldunnar, sem uppeldisfræðingar iiafa numið af. En án uppeldisvísinda nútímans myndi öll menning hrynja til grunna á fám mannsöldrum. Það er þvi sjálfsskylda hvers rikis, að vernda fjölskylduna á allan hátt og hlúa að starfi liennar. Hvert það riki, sem á einlivern liátt lætur sundra fjöl- skyldunni og hamla menntunarstarfi hennar, grefur sjálfu sér gröf. Því að von ýmsra hugsjónamanna, að visindin komist svo langt, að gela tekið uppeldið algerlega i sinar hendur, liefir enn þá ekki rætzt. Og hún mun aldrei ræt- ast. Heimauppeldið hefir verið vísindunum ótæmandi þekkingarlind fram á þennan dag og mun ávallt verða. Mannlífið verður ekki mælt og reiknað sem þríhyrningar! Aðeins innsæi og næm tilfinning móðurinnar eru þess uin komin, að vinda liiim óræða þátt í skapgerð Ijarnsins, svo að því sjálfu og þjóðfélaginu verði til góðs.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.