Menntamál - 01.09.1936, Side 23

Menntamál - 01.09.1936, Side 23
MENNTAMÁL 101 sem knúð getur livern einstakling til dáða og dreng- skapar. En í einstaklingnum húa öfl, er leiða til sérgæð- is og sundrungar, ef þau eru eigi nógu snemma tamin og göfguð í anda þjóðlegrar menntunar. Engin þjóð er svo illa komin, að of seint sé til uinhóta. Ofanskráð orð Fröbels, að vanræksla á einu skeiði uppeldisins verði ekki hætt á neinu hinna síðari, gilda um einstaklinginn, jafn- vel um kvnslóðina, en eiga ekki við um þjóðina, eins og höfundur þeirra vissi. Með þjóðinni er falinn neisti eilífðarinnar. Nýjar kynslóðir, eiga nýja menntunarmögu- leika. Bernskan á takmarkalaus tælcifæri lil menntunar, meðan uppeldishneigð og uppeldisandi lifa með þjóðinni. Uppeldið snertir ekki aðeins lieimili og skóla, lieldur er það hið mesta velferðarmál þjóðarheildarinnar. Þjóðin nýtur jiess eða geldur, sem gerist til menntunar vaxandi kynslóðum; því að í dýpsta slcilningi gerist allt uppeldi í þjónustu hennar og þágu, jafnframt þvi, sem hún er andlegur aflgjafi uppeldisstarfsins eins og þegar var sýnt. Með aðdáanlegu þreki her íslenzka þjóðin þá fjár- hagshyrði, sem uppeldið leggur henni á herðar. Vér eig- um skólaliús, sem vér getum verið hreiknir af. En ósvinna væri að vilja dyljast hins: uppeldisvitund vor stendur á lægra stigi en lijá nokkurri annari menningarþjóð. Upp- eldislegri menntun kennara er mjög ábótavant hjá oss ennþá, og vér eigum ekkert nýlilegt rit um uppeldi! Slíkur er hagur bókmenntaþjóðarinnar íslendinga á ]>essu sviði! Bíður hér mikið verkefni úrlausnar, er islenzkir menntamenn liafa allt til þessa litinn gaum gefið. Ýmsir ieiðlogar þjóðarinnar virðast jafnvel hafa megna andúð gegn allri sannri uppeldismenntun. Það er því ofureðli- legl, að skipbrotsmönnum úr hverri stétt og af hverjum námsferli virðist uppeldisstarfið hæfileg þrautalending. Ef ástand íslenzkra uppeldismála er skoðað i lieild og borið saman við uppeldissögu annara menningarþjóða,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.