Menntamál - 01.09.1936, Page 78

Menntamál - 01.09.1936, Page 78
156 MENNTAM.M. íræðilega þekkingu meðal foreldra, vinnur vissulega fyrir sjálfan sig og skóiann sinn. „Boðorðin 7 um barnauppeldi", eru ágæl- lega til þess fallin, að glæða skilning foreldra á skynsamlegu uppeldi ungra barna. Kennarar ættu að kynna sér bæklinginn og mæla með honum. Hann mætti gjarna komast á hvert barna- heimili í landinu. Menntun kennara. Dr. Matthías Jónasson hefir, að tilhlutun fræðslumálastjóra, samið tillögur um menntun kennara. Tillög- ur þessar eru um flesl aðalatriði samhljóða samþykkt kennara- þingsins 1935. Verður þeirra nánar getið i næsta hefti. Jens Möller heitir danskur kennari, er dvelur hér heima um þessar mundir. Er hann kennari við „Skolen ved Skellet“, sem er tilraunaskóli, byggður fyrir 2 árum. Hr. Möller er glæsileg- ur og skemmitlegur maður. Hann flytur hér erindi um tilrauna- skólann o. fl. Mun síðar verða skýrt nánar frá erindum hans, hér í blaðinu. Heiðursfélagar. Á fulltrúaþinginu í sumar voru þeir kjörnir heiðursfélagar S.Í.B. Asgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Bjarni Bjarnason skólastjóri að Laugarvatni og Haraldur Guðmundsson ráðherra. Stjórn S.f.B. hefir skipt verkum þannig: form. Guðjón Guð- jónsson, ritari, Sigurður Tborlacius, gjaldkeri, Pálmi Jósefsson, varaform. Bjarni M. Jónsson. Núpsskólinn 30 ára. Héraðsskólinn að Núpi er 30 ára 1. okt. Stofnandi skólans er síra Sigtyggur Guðlaugsson. Var hann jafn- framt skólastjóri til 1929, en þá tók við forstöðu skólans Björn Guðmundsson, er hafði verið kennari þar frá upphafi. Skólinn að Núpi hefir unnið mikilsvert og ágætt starf fyrir alþýðumenn- inguna i landinu. Menntamál senda skólanum beztu árnaðaróskir i tilefni þessara tímamóta í sögu slcólans. Afgreiðsla Menntamála. Þeir, sem kynni að verða fyrir van- skilum á Menntamálum, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það tafarlaust Sigríði Magnúsdóttur, Þórsgötu 19, Rvík. Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara. Útgáfustjórn: Sigurður Thorlacius, form., Guðjón Guðjónsson og Sigríður Magnúsdóttir. Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum. Afgreiðslu- og innheimtum.: Sigriður Magnúsdóttir, Þórsgötu 19. FélagsDrentsmiðian.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.