Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 26

Menntamál - 01.12.1936, Side 26
184 MENNTAMÁL barnið stofninn, t. d. hún er hvit, há, mjó, stór o. s. frv. Er þarna tækifærið til að skýra fyrir börnunum, hvers- vegna liástigið af há er liæst, af mjó mjóst, en af stór stærst, vegna þess, að stofninn í há og mjór er r-laus, en í stór með r. (Benda skykli og1 á það, að hæst er hástig af hár, en á ekkert skylt við hæð, eins og mörg hörn virðast ætla og skrifa því hæst með ð (liæðst).) Má svo æfa börnin i þessu með því að láta þau skrifa stofn ákveðinna lýsingarorða, miðstig þeirra og hástig. Þá skal ég nefna sagnir. Það er jafnnauðsynlegt að kenna börnunum að leita uppi nafnhátt sagnarinnar, enda vandalaust með öllu, þar sem liann finnst jafnan með því að selja að á undan, t. d. að sigla, að tefla, að keppa, að lesa o. s. frv. En nafnhátturinn segir skýrast til um rithátt (eða stafseln- ingu) sagnarinnar. Ber því að æfa börnin vel í þessu og gera þeim ljóst, live nafnliátturinn er mikill stuðningur, þegar rita skal sögnina í öðrum beygingarmyndum. 1 þessu sambandi gæti verkefni fyrir börnin verið eitthvað á þessa leið, (og sjálfsagt á fleiri vegu): Skrifið nafnhátt þessara sagna: efndi, nefndi, tefldi, hefndi, sigldi, negldi, hegndi, seigstu, sveikstu, reifstu, kleipstu, hrygndi, signdi, gengdi o. s. frv. Þá mætti og hafa verkefnið þannig: Skrifið kennimyndir þessara sagna: lesa, meta, fara þjóta, troða, finna, slíta o. s. frv. Eða liugsið ykkur, hve mikill stuðningur það er fyrirr5 börnin, i sambandi við livar skrifa skal y og livar ekki, ef þau kunna og skilja regluna um kennimyndir sterkra sagna (sbr. málfr. Ben. Björnssonar, bls. 44—45, 2. út- gáfa). Barn, sem veit, að séu orðin ldjóðvarp af o —u— ó—ú og au, er eldci í neinum vafa um y, t. d.: Brjóta, braut, brutu, brotinn, afleiddu myndirnar ég brýt, þó að ég bryti, livor tveggja með y, vegna þess, að stafirnir ó'

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.