Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 70

Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 70
228 MENNTAMÁL vil eindregið hvetja þá, er þetta lesa, til þess að veita þessum unga rithöfundi athygli. Þeim höfundi, sem þegar með sinni fyrstu bók er tvímælalaust einna efnilegastur hinna yngri rit- höfunda okkar. Það er Guðmundur Daníelsson þrátt fyrir þá smágalla, sem enn eru á verkum hans. Stefán Jónsson. Ríkií og skólinn. Á þingi Alþjóðabandalags kennara, sem háð var i Genf siðastl. sumar, dagana 9., 10. og 11. ágúst, var afstaða rikis og skóla aðal- viðfangsefnið. Eftirfarandi ályktun var að loknum umræðum samþykkt í einu hljóði: 1. Eitt af mikilsverðustu hlutverkum ríkisins er að skapa and- rúmsloft heilnæmt menningunni og viðhalda þvi. Þetta hlutverk getur ríkið ekki innt af hendi, nema þvi að eins, að það geti tryggt sér dygga og þegnsamlega samvinnu uppalendanna. Þess- háttar samvinnu er ekki hægt að koma á, nema þar sem hugs- anafrelsi ríkir, þ. e. a. s. frelsi til að láta óhindrað í ljósi hugs- ani sínar, svo og virðing fyrir samvizku einstaklingsins. 2. Ríkið má ekkert spara, til þess að almenn og sérfræðileg menntun uppalendanna geri þá sem allra hæfasta til að kenna öðrum. Þegar rikið hefir tryggt sér að kennararnir stunda star'f sitt af þeirri skyldurækni, hugrekki og óeigingirni, sem nauðsyn- legt er, ber því að sýna þeim trúnað og láta þá um að vekja i meðvitund barnanna tilfinninguna fyrir virðugleik mannsins (dignité humaine) og félagslegri ábyrgð. 3. Með þvi að kenna börnunum að liugsa rökrétt, undirbúa kennararnir og tryggja framþróun þjóðfélagsbyggingarinnar. Þeir knýja börnin til meiri mannúðar, skynsemi og réttlætis. 4. Kennararnir kynna þjóðina sem sameiginlegt lieildarverk undangenginna kynslóða, verk, sem hefir óendanlega möguleika til fullkomnunar í sér fólgið. Þeir undirstrika hina löngu fortíð, ásamt þeim átökum, fórnum og kostgæfni, er hún felur í skauti sínu. Þeir draga fram þau einkenni, sem eiga sér dýpstar ræt- ur í mannlegu eðli, setja þau í samband við hinar æðstu hug- sjónir og leitast við að skapa þjóðernisvitund, leysta úr læðingi allra hindurvitna og alls hernaðarofstækis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.