Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 48

Menntamál - 01.12.1936, Side 48
206 MENNTAMÁL. „Den praktiske Mellemskole". Foredrag holdt i Reykjaviks Lærerforening d. 17. Oktober 1936, Af Kommunelærer Jens Möller. Jens Möller, höfundur eftirfarandi greinar, er kenn- ari við Skolen ved Skellet,. iveggja ára gamlan tilrauna- harnaskóla, sem talinn er í fremstu röð harnaskóla í Dan- mörku. J. Möller er hér í kennaraskiptum. Hefir hann dvalið á Akureyri, ísafirði, Reykjanesi, Laugarvatni og í Reykjavík. Hann hefir flutt fyrirlestra, sýnt skuggamynd- ir, nemendum og kennurum, og kynnt sér vinnubrögð is- lenzkra skóla. Hr. Möller hefir hvarvetna getið sér ágætan orðstír fyrir prúðmannlega og drengilega framkomu. Þegar hr. Möller fór norður til Ak- ureyrar, var það fastmælum Lundið, að Menntamál hirtu þessa grein. Hafði ritstj. gert ráð- stafanir til þess, að hún yrði þýdd, en þegar þar að kom, ósk- aði höf. eindregið eftir, að greinin birtist á frummálinu. Vegna þess, að hér var um óvenjulegt formsatriði að ræða, þótti rétt, að útgáfustjórnin tæki afstöðu til þess. Féllst hún á að veita þessa undantekningu af eftirtöldum ástæðum: a) Ritstj. Mennta- mála hafði óskað eftir greininni. b) Ætla mál, að allir kaupend- ur Menntamála lesi dönsku. c) Höf. er hér sem fulltrúi starfs- bræðra vorra í erlendu ríki, er því þessi eftirlátssemi jafnframt kurteisisvottur við þá. d) Annarstaðar á Norðurlöndum birta tímarit þráfaldlega greinar á máli annarar Norðurlandaþjóðar. Loks viljum vér nota tækifærið og þakka hr. Möller fyrir kom- una og ágæta viðkynningu, og biðjum liann að flytja starfsfélög- um vorum í Danmörku beztu kveðjur og árnaðaróskir. Ritstj.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.