Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 27
menntámál
185
og u eru í viðkomandi kennimyndum. —- Mýmörg fleiri
dæmi mætti nefna, er sýna, að sjálfsagt er að tengja
málfræðikennsluna við stafsetningarnámið, því til stuðn-
ings. En liver kennari verður þar, eins og alls staðar,
að fara sínar eigin leiðir og leita uppi aðferðir, er hæfa
honum bezt og hann hyggur vænlegastar til árangurs.
I Ameríku hafa uppeldisfræðingar og vísindamenn unn-
ið í sameiningu að þvi, að finna beztu aðferðir við staf-
setningarkennslu. Ilafa þeir rannsakað þetta mjög ýlar-
lega og eru sumir þeirra, er framkvæmt hafa rannsókn-
irnar, kunnustu og lærðustu uppeldisfræðingar þar.
í The Eighteenth Yearbook of tlie National Society
for the Study of Education, Part II 1925, eru m. a. eí'tir-
farandi leiðbeiningar og lillögur um stafsetningarkennsl-
una. (Eg hefi tekið þær úr: „Morsmálsoplæringen“, eftir
Ilans Bergersen):
„1. Látið stafsetningarkennsluna ekki vera skipulags-
lausa.
2. Það er ekki nóg að gefa réltritunarreglur, (jafnvel
])(■) reglan sé tæmandi), það þarf að æfa regluna.
3. Fyrsta skilyrðið til að spara tíma í sambandi við
stafsetningarkennsluna, er að taka aðeins þau orð, sem
börnin hafa þörf fyrir, og engin önnur.
4. Takið létt orð fyrst, erfiðari orð síðar.
5. Orð, sem börnin nota á ákveðnu þroskastigi, á að
æfa samtimis.
6. Það er skjdda skólans að fullvissa sig um, að börnin
kunni að skrifa rélt, orð, sem almennt eru notuð.
7. Séu stafsetningartímar á hverjum degi, mega þeir
ekki vera lengri en 15 mínútur í senn (til að æfa sér-
stakar stafsetningaræfingar).
8. Takið ekki ofmikið fyrir í einu, en sjáið um að æf-
ingarorðin séu lærð.
9. Rannsakið, áður en þið æfið orðin, hvernig börnin
stafsetja þau.