Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 35

Menntamál - 01.12.1936, Page 35
MENNTAMÁL 193 gæfust i Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjaf jarðar-, Skaga- fjarðar- og Strandasýslum, þar næst á Akureyri, Isafirði og Yestur-Isafjarðarsýslu. í nokkurskonar miðflokk (9,8 —11,8%) koma sýslurnar: Barðastrandar-, Norður-Isa- fjarðar-, Norður-Þingeyjar- og Skaftafellssýslur; i hinum sýslunum hafa 14.8—57% harnanna verið hljóðvillt. Merkilegt er að sjá Siglufjörð með 29,7% hljóðvilltra harna mitt í lítt smittuðu liéraði, en það er auðskilið af fólksflutningunum i þetta sildarver. Hinsvegar kemur það eklei á óvart, að Seyðisfjörður er allra héraða hljóðvillt- astur (57,1%) með Suður-Múlasýslu og Neskaupstað í hælunum (47,3% og 28%). Eg fann 1930 66% ldjóvilltra manna á Fljótsdalshéraði, og minnst það á fjörðunum (að Loðmundarfirði undanteknum). — Hitt er aftur á móti alveg nýtt að fá ákveðið, að hér um bil helmingi færri hörn rugla u og ö lieldur en i og e. Einna merkastar niðurstöður eru þær, sem skýrslan gefur um úthreiðslu og tiðni breytinganna p > b, t > d og k > g. — Að visu liafa menn vitað, að þessar hreyt- ingar eru „sunnlenzkt“ fyrirbrigði, almennt talað, og að sýslurnar Skagafjarðar-, Ej^jafjarðar-, Suður- og Norður- Þingeyjarsýslur, ásamt Múlasýslunum, suður undir Beru- fjörð, skera sig úr fyrir sinn liarða upprunalega framburð á p, t, og k. Skýrslurnar sýna þetta, og eins hitt, að Siglu- fjörður, Akureyri og Seyðisfjörður liafa liinn harða fram- hurð upplanda sinna. Hinsvegar er Neskaupstaður lat- mæltari en jafnvel latmæltusu sveitir Suðvesturlandsins, eins og Borgarfjörður vestra, livernig sem á þvi stendur. Aftur á móti hefir mönnum almennt alls ekki verið það ljóst, sem slcýrslurnar sýna hér i fyrsta sinn skýrt og greinilega, að breytingarnar á þessum þrem hljóðum fara ekki saman, lieldur rugla flestir k—g (19,9% harnanna),- færri t—d (13,6%) og langfæslir p—b (5%). Eg veit ekki til, að nokkur liafi tekið eftir þessum ein- kennilega mun á samhljóðunum p, t, k áður en doktors- 13

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.