Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 75

Menntamál - 01.12.1936, Side 75
MENNTAMÁL 233 Aukin samvinna milli kennara og stjórnarvaldanna. Hækkun skólaskyldualdurs þegar í stað til 14 ára aldurs. (Nú er hann til 13 ára, en mikill hluti barna heldur áfram námi til 15 ára og jafnvél 1G ára aldurs). Bygging nýrra skólahúsa. (Fregn frá Syndicat des Instituteurs). ÞÝZKALAND. Síðan 1933 er eitt allsherjar kennarafélag í Þýzkalandi, National-sozialistischer Lehrerbund. Kennarar við alla skóla eru sameinaðir í þetta félag. Hinn 22. april 1936 tilkynnti stjórnin, að allar eignir gömlu kennarafélaganna, sem sameinuð voru í allsherjar samband (Deutscher Lehrerverein), skyldu ganga til hins nýja félags.. Byrjunarlaun kennara í Þýzkalandi eru 2800 mörk. Hæstu laun, 5000 mörk, fást eftir 20 ára þjónustu. Kennslukonur fá 10% lægra kaup. Kennarar fá nú kennslu í stjórnmálum. Kennslan fer fram á námskeiðum. (National-Sozialistische Lehrerzeitung No. 22, 30. maí ’36). Fréttir teknar eftir I. P. I. (Internationale Paedagogische In- formation) okt. 1936: FRAKKLAND. Kennslumálaráðherra Frakklands, Jean Zay, hefir skipað svo fyrir, að skipta skuli öllum bekkjum í frönskum skólum, þar sem nemendur eru fleiri en 35. Vegna þessarar tilskipunar þurfti að bæta við 2800 nýjum kennurum við barnaskólana, en 1085 við unglingaskóla. í byrjun þessa skólaárs sóttu 278.612 erlendir nem- endur franska skóla. SVISS. Borgin Zúrich hefir 251.000 íbúa og 135 barnagarða. í fylk- inu Zúrich eru 173 barnagarðar með 8500 börnum. í TSCHECHOSLOVAKIU, með 15 milljónir íbúa alls, eru 15.237 barnaskólar, með 44.931 bekk og 1.780.135 nemendum. Að meðaltali eru 37 nemendur í bekk. PORTÚGAL. I Portúgal eru svo fáir kennarar, að víða eru 80 nemendur á kennara. Á mörgum stöðum eru alls engir kennarar, og lærir því hin skólaskylda æska þar hvorki að lesa né skrifa. JUGOSLAVIA. Laun kennara við ríkisskóla hafa verið lækkuð um 7%.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.