Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 62

Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 62
220 MENNTAMÁL. bindi fullorðna fólkið traustum böndum við skólaheim- heimilið og það uppeldisstarf, sem þar er unnið. Starfstilhögun. I. fl. 7—9 ára börn. Skólarnir stjórna heimanámi þessara barna og hafa eftirlit með því, að heimilin ræki lcennsluna vel. Skólarnir leiðbeini um bækur, gefi bendingar um aðferðir og laði heimilin til vinsamlegrar samvinnu, leggi til Iétt verkefni, sem örfi barnið til náms. Kennarinn heimsækir þessa nemendur einu sinni yfir veturinn, kalli þau til prófs, þegar þörf þykir. Skólinn ber ábyrgð á þessari lieimafræðslu að því leyti, að sé liún ekki sæmilega af hendi leyst, skulu fullnægjandi ráðstafanir gerðar. Þessi flokkur tekur þátt í þeim vor- og sumarstörfum, sem um er getið í starf- skránni. II. og III. fl. Vegna aldursmismunar verða starfshóp- arnir að minnsta kosti tveir i hverjum námsflokki, og verður skipað í þá eftir aldri og getu. Námsefni verð- ur að sumu leyti annað í hverjum starfshóp, og þó eink- um sama námsefni á mismunandi stigi að þyngd og meðferð. T. d. 9 og 10 ára börn vinna einkum i átt- hagafræði, þegar 11—12 ára börn nema sögu, náttúru- fræði eða landafræði. Kennarinn stjórnar námi beggja starfshópanna, skiptir kennslustundum milli þeirra. Meðan hann leiðbeinir öðrum hópum, vinnur hinn í hljóði að verkefnum sínum. Þannig verður unnið í liverri grein, þó auðvitað verði öðru hvoru breytt um, stuttar yfirheyrslur, spurningar og svör. Sjálfsagt er að semja námsáætlun í hverri grein fyrir hvert tímabil, bæði í skóla og eins til heimanáms, þegar kennsluhlé er lijá þeim námsflokkum. Síðan eru samin verkefni í sam- ræmi við áætlunina, þar væri að finna tilvitnanir í heim- ildarrit, sem til væru í safni skólans. Leitast verði við, að áhugi og geta fái jafnan að njóta sín sem bezt, en það næst helzt með því, að hver nemandi vinni sjált'- stætt að námi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.