Menntamál - 01.12.1936, Page 62
220
MENNTAMÁL.
bindi fullorðna fólkið traustum böndum við skólaheim-
heimilið og það uppeldisstarf, sem þar er unnið.
Starfstilhögun. I. fl. 7—9 ára börn. Skólarnir stjórna
heimanámi þessara barna og hafa eftirlit með því, að
heimilin ræki lcennsluna vel. Skólarnir leiðbeini um
bækur, gefi bendingar um aðferðir og laði heimilin til
vinsamlegrar samvinnu, leggi til Iétt verkefni, sem örfi
barnið til náms. Kennarinn heimsækir þessa nemendur
einu sinni yfir veturinn, kalli þau til prófs, þegar þörf
þykir. Skólinn ber ábyrgð á þessari lieimafræðslu að
því leyti, að sé liún ekki sæmilega af hendi leyst, skulu
fullnægjandi ráðstafanir gerðar. Þessi flokkur tekur þátt
í þeim vor- og sumarstörfum, sem um er getið í starf-
skránni.
II. og III. fl. Vegna aldursmismunar verða starfshóp-
arnir að minnsta kosti tveir i hverjum námsflokki, og
verður skipað í þá eftir aldri og getu. Námsefni verð-
ur að sumu leyti annað í hverjum starfshóp, og þó eink-
um sama námsefni á mismunandi stigi að þyngd og
meðferð. T. d. 9 og 10 ára börn vinna einkum i átt-
hagafræði, þegar 11—12 ára börn nema sögu, náttúru-
fræði eða landafræði. Kennarinn stjórnar námi beggja
starfshópanna, skiptir kennslustundum milli þeirra.
Meðan hann leiðbeinir öðrum hópum, vinnur hinn í
hljóði að verkefnum sínum. Þannig verður unnið í liverri
grein, þó auðvitað verði öðru hvoru breytt um, stuttar
yfirheyrslur, spurningar og svör. Sjálfsagt er að semja
námsáætlun í hverri grein fyrir hvert tímabil, bæði í
skóla og eins til heimanáms, þegar kennsluhlé er lijá
þeim námsflokkum. Síðan eru samin verkefni í sam-
ræmi við áætlunina, þar væri að finna tilvitnanir í heim-
ildarrit, sem til væru í safni skólans. Leitast verði við,
að áhugi og geta fái jafnan að njóta sín sem bezt, en
það næst helzt með því, að hver nemandi vinni sjált'-
stætt að námi sínu.