Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 74

Menntamál - 01.12.1936, Page 74
232 MENNTAMÁX, af stokkunum: „Hinni þjóðlegu stofnun uppeldisvísinda Bolivíu.“ Auk rannsókna fer þar einnig fram sérfræðikennsla kennara við barnaskóla og æSri skóla. Á þessu óri var framlag til reksturs stofnunarinnar aukið úr 76.000 bolivianos i 170.000 bolivianos, og auk þess veitt til nýrra bygginga 230.000 bolivianos. Tímaritið Antorcha hefir stofnað til rannsóknar ó þvi, með hvaða hætti uppeldi Indíóna verði helzt endurbætt. (Antorcha No. 1, marz 1936). DANMÖRK. Útiskólar — dvalarstaður fyrir börn á ferðalögum. Árið 1930 var í fyrsta sinni gerð tilraun með skólasel i Danmörku, frá skólanum i Hostrup. Tilraun þessi heppnaðist svo vel, að nú í ár er gert ráð fyrir föstum skóla undir beru lofti á eyjunni Röm, þar sem skiptist á bóklegt nám, leikir og böð. Freigátunni „Jylland“, sem er fræg síðan í orustunni við Helgo- land, var lagt við festar á höfninni í Kaupmannahöfn og hátíð- lega vigð af ríkisstjórninni 9. maí, en þann mánaðardag var orustan háð. Freigátunni hefir verið breytt í gististað og dval- arstað, er tekur á móti unglingum og skólabörnum utan af landi, sem koma i heimsókn til Kaupmannahafnar. Þrjú hundruS börn geta matast í einu. Næturgreiði er 50 aurar fyrir barn. SkipiS er raflýst, hefir stóra matsölubúð, hjúkrunarstöð o. fl. (Folkeskolen, apríl—maí 1936.) ENGLAND. Þrjú þúsund nemendur í kennaraskólum viðs vegar í Englandi sendu áskorun til neðri deildar enska þingsins, um hækkun skóla- skyldualdurs til 15 ára, án undanþágu, t. d. vegna vinnu. Einnig, að nemendafjöldi í hverjum bekk i barnaskólum yrði eigi meiri en 40 og í hærri skólum eigi meiri en 30 í hverjum bekk. (The Schoolmaster, maí/júní 1936). FRAKKLAND. Hinn 10. júní fór framkvæmdastjórn franska kennarasambands- ins á fund kennslumálaráðherrans, hr. Jean Zay. Bar stjórnin fram ýmsar óskir sínar í skóla- og kennslumálum, og kvaðst ráð- herrann fús til þess að framkvæma helztu óskir kennarasam- bandsins, t. d.: Hækkun á launum, er lækkuð voru 1935. Lausn frá störfum 55 ára í staðinn fyrir 60 ára. Kennarar, sem hafa verið sviptir embætti vegna stjórnmála- skoðana, fái stöður sinar aftur. YiSurkenndur réttur opinberra starfsmanna til félagssamtaka.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.