Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 3

Menntamál - 01.12.1936, Side 3
Mcnntamál IX. ár. Okt.—Dr3. 1936. Harmleikurinn a Spani. Kveðja frá Kennarasambandi Spánar (Asociacion Nacional del Magisterio Primario) til þings Alpjóðabandalags kennara i Genf. Madrid, 8. ágúst. Kæru stéttarbræður allra landa. Nú vinnið þér saman í borg alheimsfriðarins, Genf. Þér ræðizt við um alþjóðleg viðfangsefni uppeldisins, í því skyni, að tryggja lífinu meira réttlæti, meiri mann- úð; þér leitizt við að treysta bönd allsherjar samvinnu. Vér Spánverjar berjumst aftur á móti, að tilhlutun ör- laganna, blóðugri baráttu, til þess að endurheimta með lífsfórnum, það sem litið var á sem sjálfsagðan rétt borgarans, arf allra menningarlanda heims. Styrjöld vor er að vísu háð innan landamæra Spán- ar, og Spánverjar eigast þar við. En eigi að síður er hún af alþjóðlegum toga spunnin, ef orsakir og afleið- ingar eru raktar hlutdrægnislaust. Á líðandi stundu berjast féndur Spánar gegn hinum raunverulega Spáni. Féndur Spánar eru fyrst og fremst: Synir sérréttindanna, verjendur harðstjórnarinnar, spjátrungar hersins, ósæmilegir þrælar vanans, þeir sem blygðunarlaust selja samvizku sína, þ. e. a. s. í stuttu máli, allir þeir, sem mynda úrhrak fólksins á Spáni. Öfl eyðingar og upplausnar styrkja þá, sem gripið hafa til vopna gegn hinum sanna Spáni, sem hyllir vinnuna, lýðræðið og framfarirnar. Svo, sem þér sjáið, kæru starfsbræður, þá er barátt- 11

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.