Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 5

Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 5
MENNTAMÁL 67 margir nemendur kennaraskólans og íleiri, heimsóttu hann og heiðruðu hann með gjöfum. Enda þótt nú sé nokkuð liðið frá 50. afmælisdegi Frey- steins, þá munu allir þeir, er þekkja Freystein og ekki hafa vitað um þennan dag áður, senda honum og fjölskyldu hans hugheilar árnaðaróskir og óska þess, að hann megi lifa og starfa sem lengst, landi og lýð til heilla. H. E. Aðalsteinn Sigmnndsson: Ken nsl ustoi* an i. Kennslustofan er vinnustofa og dvalarstaður kennara og nemenda, meginhluta starfsdags þeirra í skólanum. Nemendurnir eiga að njóta þar fræðslu og vakningar, hljóta þar tamningu og þjálfun hæfileika sinna. Kennar- inn á að vera þar sí-viðbúinn verkstjóri, leiðtogi og fræðari, leysa úr hverjum vanda, og vera alltaf veitandi þekkingu og glaðan hug. Þegar þessa er gætt, liggur það í augum uppi, að mjög mikið er undir því komið, að kennslustofan sé vel og skynsamlega úr garði gjörð. Árangur starfs er alltaf kominn að meira leyti eöa minna undir aðbúnaðin- um við starfið. Það á við um kennslu og nám, engu síður en um aðra vinnu. Vil ég því nota rúm það, er ritstjóri Menntamála hefir boðið mér í ritinu, til þess að ræða um kennslustofuna, gerð hennar, útlit og allan útbúnað. Því eru að visu allþröng takmörk sett, hverju kennarar geta ráðið um þau húsakynni, sem þeim er gjört að vinna

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.