Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL
71
hvorki að lúta yfir það, né teygja sig upp á það. — Mis-
stór börn þurfa mismunandi húsgögn. Verður að taka fullt
tillit til þess, eigi sízt þar, sem tvísett er í kennslustofur.
m.
Starfhæfni manna, eigi sízt við andleg verk, er mjög
komin undir líðan þeirra og hugblæ. En líðan manna og
hugblær fer að nokkru leyti eftir umhverfi manna, og
áhrifum þess á þá. Kennslustofan og allt útlit hennar
hefir mikil áhrif á líðan og hugblæ bæði kennara og nem-
enda, og starfhæfni þeirra um leið. Að öðru jöfnu er betur
kennt, betur numið, betur unnið í snoturri, vistlegri, heim-
ilislegri kennslustofu, heldur en í tómlegri stofu, fegurðar-
snauðri og óvistlegri. Og alltaf er nokkuð til þess vinnandi,
að geta kunnað vel við sig þar, sem dvalið er. Það eitt er
nóg til þess, að reynt sé að gjöra kennslustofuna sem vist-
legasta, þó ekki væri annað við það unnið.
Hreinlæti, snyrtileg umgengni, röð og regla gjöra sitt
til, að kennslustofa sé vistleg, og þetta þarf fyrst og fremst
til þess. Þar næst snotur húsgögn, sem vel er fyrir komið.
Kennslustofa með klunnalegum, skældum, skökkum, ó-
máluðum, krotuðum og skornum borðum getur aldrei verið
vistleg. Þessir ósmekklegu og ljótu hlutir hljóta alltaf að
hafa neikvæð áhrif á hugblæ kennara og nemenda, og
draga úr starfshæfni þeirra með því, auk þess sem þeir
spilla vinnu með því að vera ónothæfir.
Ég hefi séð því haldið fram í einhverjum ritum lexíu-
skólamanna, að myndir og önnur prýði í kennslustofu
dragi athygli frá námsefninu og trufli kennslu. Ég er sann-
færður um, að þetta er fjarstæða, og ég styð það m. a. við
drjúga reynslu. Kennslustofan er vistlegri og notalegri —
mönnum líður þar betur — ef hún er prýdd á smekklegan
hátt. Til þess má nota ýmsa hluti, sem koma að beinu
gagni við kennsluna um leið, t. d. landakort. Kort af ís-
landi og Evrópu og heimskort ættu jafnan að vera uppi á