Menntamál - 01.12.1942, Page 10

Menntamál - 01.12.1942, Page 10
72 MENNTAMÁL vegg í kennslustofum. Stofan verður sviphlýrri við það, en ef veggirnir eru auðir. Auk þess geta kort komið að margvíslgum notum, ef hægt er að gæta og benda á þau, hvenær sem er. Fæstir kennarar mundu sækja og leysa upp og hengja upp á vegg kort, til þess að finna á því stað, sem kemur við sögu í kafla, sem er til meðferðar í lestrar- tíma. En ef kortið hangir á veggnum, getur það orðið til fræðslu, sem aldrei gleymist, vegna þes, að staðurinn er fundinn í sambandi við lifandi frásögn, eða af því, að forvitni um hann er vakin. Þá fer vel að hafa myndir á veggjum kennslustofunnar. Til þess má nota kennslumyndir, og skipta þá um þær við og við. Skemmtilegra er að hafa ljósmyndir úr skólalífinu, störfum, ferðum og leik, og úrvalsteikningar eftir nem- endur. Myndir af afbragðsmönnum, og af listaverkum, eiga vel við í kennslustofum — og svo auðvitað listaverk eigi sízt, þar sem þeirra er kostur. Þá getur kennslustofunni oft verið skemmtileg prýði að náttúrugripum og öðrum minjagripum, er nemendur safna. Geta þeir hangið á veggjum, eða staðið á hillum og í skápum, opnum eða með glerhurðum fyrir. Það eykur og á heimilisbrag og vistleik kennslustofunnar, að bóka- safn og áhöld, sem geymd eru þar, séu í skápum, sem sést inn í — að því tilskildu þó, að þetta sé í reglu og líti vel út. Nokkur vinnustofusvipur eykur fegurð kennslustofunn- ar í mínum augum: Viðfangsefni og vinnutæki á borðum, áhöld aðgengileg o. s. frv. Og kennslustofan er skemmti- legust, þegar unnið er þar af áhuga og kappi. Enn mætti nefna marga kennslustofuprýði: Smáfána á stöngum, (t. d. Norðurlandafánana), blóm og kaktusa í gluggum, fiskabúr o. m. fl. En hér skal staðar numið um þá sálma. Enda fléttast þetta nokkuð inn í það efni, sem tekið verður fyrir í næsta kafla greinar þessarar: hag- kvæman útbúnað kennslustofunnar. Freistandi er að benda á það, þó að þar sé farið út fyrir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.