Menntamál - 01.12.1942, Síða 11

Menntamál - 01.12.1942, Síða 11
MENNTAMÁL 73 dyr kennslustofunnar, að-vel fer á að prýða skólagöngin. Það gjörir skólann vingjarnlegri, eins og hann brosi á móti þeim, sem að kemur, og þá nemöndum ekki sízt. í nokkr- um skólum í Danmörku er gipsafsteypum fornra, sígildra listaverka komið fyrir í göngunum. Slíkar afsteypur eru ekki sérlega dýrar. — í Svíþjóð hefi ég séð skólagöngin skreytt með völdum teikningum eftir skólabörn, í látlaus- um umgjörðum. — Hér á landi mun vera lítið um prýði í skólagöngum. í Laugarnesskóla er þó upphleypt kort af nágrenni Reykjavíkur í göngunum. Og í Landakotsskóla er náttúrugripasafni skólans komið snoturlega fyrir í glerskáp í göngunum. IV. Þá er komið að því, að ræða um útbúnað kennslustof- unnar, og fyrirkomulag áhalda og efnis í henni. Er hér einkum miðað við kennslustofu 10—14 ára barna, þar sem höfundur lína þessara hefir lagt stund á kennslu barna á þeim aldri, en ekki yngri. En sums staðar á annað við, þar sem ungum börnum er kennt. Algengt er og þægilegt, að kennslustofur séu þannig, að gluggar eru á suðurhlið, borð kennarans við miðjan vestur- vegg, dyr vestarlega á norðurvegg, austanveggur auður. Við þetta skal miðað, farin hringferð um stofuna og byrj- að á vesturvegg. Rétt verður að telja og nauðsynlegt, að hafa svarta töflu, um 1 m. á hæð, eftir endilöngum vesturvegg kennslustof- unnar, bak við borð kennarans. Mun hæfilegt, að frá gólfi upp að töflunni séu um 90 cm. Áherzlu verður að leggja á, að taflan sé vel svört, og ekki gljáandi. Aðrir töflulitir ( t. d. brúnt, sem sums staðar er notað hér á landi) eru óhollir augum nemenda. Listinn neðan við töfluna ætti að mynda 5—7 cm. breiða hillu, íhvolfa eða með hærri brún að framan, svo að krít geti stöðvazt þar. í töflurammanum að ofan þurfa að vera smá-krókar eða naglar með t. d. 30 cm. millibili, til þess að hengja á

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.