Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 14
76 MENNTAMÁL tíma og fyrirhöfn við að gjöra forteikningar, með því að láta glögga og laghenda nemendur teikna þær. — Enn- fremur er auðvitað sjálfsagt að nota skuggamyndavél eða stækkara til þess að stækka með kort og myndir, þar sem það er til og á við. Forteikningar þurfa svo að vera þannig geymdar, að þær endist sem bezt, og séu jafnan tiltækilegar, er þarf að nota þær. Einfaldast hygg ég sé og bezt að geyma þær í þar til gjörðri kistu úr krossviði, með styrktargrind. Gæti hún t. d. verið 115 cm. löng, 50 cm. breið og 105 cm. há, og hólfuð eftir endilöngu í 7—10 cm. breið hólf, með kross- viðar-skilveggjum. Forteikningar standa svo upp á rönd í hólfunum, og er raðað í þau eftir efni, svo að jafnan sé fljótlegt að finna það, sem nota þarf. Venjulega er hátt undir loft í kennslustofum. Verður þá ónotaður veggflötur ofan við töfluna á vesturvegg stof- unnar, og ofan til á öðrum gluggalausum veggjum hennar. Getur komið sér vel, að geta hengt kort, skýringarmyndir, forteikningar o. þh. þarna upp, en í vinnuskólastofu er jafnan þörf fyrir mikið af slíku á veggjunum. En þetta mundi þurfa að hanga ofar en í seilingarhæð, jafnvel þótt staðið sé á stóli. Þá er ráð að hafa útbúnað til þess að draga upp á veggina það, sem þangað þarf að komast. Tvær litlar trissur (eða lykkjur) eru festar í vegginn uppi við loft, með t. d. 150 cm. millibili. Snæri er dregið í triss- urnar, og endar þess festir í lykkjur, sem skrúfaðar eru í röndina á 200 cm. langri og 4 cm. breiðri rá, og eru lykkj- urnar 25 cm. frá ráarendunum. Svo langt þarf snærið að vera, að miðja þess nái niður á gólf, ef ráin er dregin upp að lofti. í neðri rönd ráarinnar eru festir krókar, með t. d. 50 cm. millibili. Má gjöra hvort sem vill: að næla for- teikningar á rána með teiknibólum, eða hengja neðan í hana kort eða myndir, og draga þetta síðan hæfilega hátt upp. Snerill þarf að vera á iistanum ofan við töfluna, til þess að binda snærið í. — Svona útbúnað má setja í stof-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.