Menntamál - 01.12.1942, Side 16

Menntamál - 01.12.1942, Side 16
78 MENNTAMÁL Hér aS framan er minnzt á söfn kennslustofunnar. Skal nú gjörð stuttorð grein fyrir, við hvað átt er með því. Oft er hægt að létta kennsluna, gjöra hana skemmtilegri, fjörugri, áhrifameiri, lífrænni, eftirminnilegri, með ýms- um hlutum og myndum, sem annars eru gildislítil og kosta harla lítið. Mynd getur verið miklu betri skýring en mörg orð, og lítill, verðlaus hlutur getur vakið heilabrot og leitt til starfsemi, skilnings og þroska, sem örðugt yrði að skapa með orðum einum saman. Sjón er sögu ríkari. Söfnun slíkra hluta og mynda getur verið hið skemmtilegasta viðfangsefni, fyrir nemendur og kennara, því að margir hafa sterka söfnunarhneigð. Má nota hana, og þann áhuga og þá gleði, sem söfnunin vekur, í þágu námsins, og sem þroskatæki fyrir börnin. Fyrst og fremst ætti að vera dálítið bókasafn í hverri kennslustofu. í þvi þurfa að vera bækur til tvenns konar nota: Bækur til skemmtilesturs, og fræðibækur og hand- bækur til að fletta upp í, og afla fróðleiks um það, sem verið er að nema eða athuga eða vinna að. Jafnan ætti að vera hlífðarbréf utan um bækurnar, helzt samlitt um allar, og bókarnafnið skrifað skýrt og snoturlega („prentað") á kjölinn, t. d. með túski. Gott er að flokka bækurnar, hafa skemmtibækur sér, og handbækur í hverri fræðigrein út af fyrir sig. Þægilegt er að hafa sérhólf í skáphillunum fyrir hvern flokk, og merkja bækur hvers flokks með sérstökum lit á kjöl hlífðarbréfsins, t. d. grænt á náttúrufræði, blátt á sögu o. s. frv. Þá eiga börnin hægra með að finna það, sem þau leita að, og auðveldara er að skila bókunum aftur á réttan stað. í sambandi við bókasafnið ætti svo að vera myndasafn, i skúffum í skápnum. Mætti safna bréfspjöldum, flokka þau eftir efni, og raða í skúffu eins og spjöldum í spjald- skrá. Á milli flokkanna gæti svo verið hærra spjald úr pappa, og ritað á efri rönd þess, hvað er í flokknum að baki því. Bréfspjöld frá íslandi mætti einnig flokka niður

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.