Menntamál - 01.12.1942, Page 18

Menntamál - 01.12.1942, Page 18
80 MENNTAMÁL inu þyrftu að vera skúffur með hólfum eða öskjum fyrir nagla, skrúfur, króka, lykkjur,. kósa o. s. frv. Og yfir því slíðrar fyrir ýmis verkfæri, svo sem hamar, naglbít, kvarða (eða stálmálband), vinkil, sirkil, smásög, laufsög, beygju- töng, gatatöng, kósatöng, tálguhníf, útskurðarjárn, brýni o. fl. Kæmi sér oft vel að hafa slíkan útbúnað í skólastof- unni, til ýmiskonar ígripa. Það, sem lýst er hér að framan, einkum í III. og IV. kafla, á flest við kennslustofuna mína. Mikið af því er lýs- ing á henni, eins og ég hefi útbúið hana nú þegar, dálítið bol-laleggingar um betrumbætur, sem ég hefi hug á að gjöra, þegar ástæður leyfa. Þessi umbúnaður er reistur á hugsun minni og reynslu í nokkuð löngu kennarastarfi, og á ýmsu, sem ég hefi lesið um og séð á ferðum mínum, sumt heima, en fleira erlendis. Ég hefi nokkra reynslu, bæði um gildi þeirra hluta, sem hér er rætt um, og á mögu- leikunum á að afla hlutanna, búa þá til og koma þeim upp. Ég veit, að það er enginn ómöguleiki, ef kennarinn vill það, og er ekki alveg ráðalaus. Ég tala nú ekki um, ef hann nýtur vinsamlegs stuðnings skólanefndar, og for- eldra nemendanna. Stuðning nemendanna þarf ekki að efa. — Við hinu get ég ekki gjört, þó að ýmsum finnist margt af því, sem hér er minnzt á, vera hégóminn einber. Þar er hverjum frjálst að hafa sína skoðun, ef hún er reist á rökstuddri skoðun, en ekki á hleypidómum, vanafestu eða tregðu. — En þá þykist ég hafa varið vel stundinni til þess að skrifa þessar línur, ef þær ýta einhverjum til þess að athuga kennslustofuna sína og aðbúnaðinn þar, og gjöra um þetta strangari kröfu — til sjálfra sín og annarra.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.