Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 35

Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 35
MENNTAMÁL 97 hefja sókn og efla viðnám, svo að okkar orðslynga móður- mál eigi ekki fyrir sér að verða á komandi öldum fábreytt götumál, sem týni orðsins list og leikni, og glati þeirri fegurð, sem fjölbreytt orðaval skapar. En það er einkenni málsins, að eiga mörg orð yfir sama hlut og hugtak, en það gerir málið, hið ritaða og talaða, lífmeira og breyti- legra. Orðavalið verður þá undirstaða þess, sem heitir stíll í framsetningu og gefur máli og stíl persónulegan blæ. Allir, sem við kennslustörf hafa fengist í kauptúnum og kaupstöðum, hafa komizt að raun um það, að orðaforði barnanna er mjög fábreyttur. — Með breyttum vinnu- brögðum glatast notkun forna orða, nýju orðin og orða- samböndin, sem hin nýju verkfæri og vinnubrögð mynda, hafa minna þanþol, ef svo mætti aö orði kveða. Þau eru oft hversdagslegri og mynda ekki jafn fjölbreytt orða- orðasambönd. Barn, sem elst upp á miðlungsheimili í kaup- stað eða kauptúni, þar sem mamma og pabbi eru ýmist í vinnu utan heimilis eða önnum kafin við heimilisstörf, kynnist lítið fjölbreyttni móðurmálsins, og hefur litla þörf fyrir mörg orð og notar fábreytt orðasambönd og rangar beygingar. Daglegir viðburðir leggja fá verkefni fyrir, sem krefjast hugsunar og orðleikni, og afleiðingin verður — fá orð lærð og rangar beygingar orða. — Ef þetta barn fer svo eitt til tvö sumur í sveit, þar sem dagleg störf heimta fjölbreyttari orðasambönd, þar sem fólkið talar, ef til vill meira beint við barnið, og í sumum tilfellum betra mál, þá kemur barnið aftur í skólann um haustið auðugra að orðum og orðasamböndum og þroskaðra að skilningi. — Þetta er tvímælalaust reynsla allra kennara og þarf ég ekki að rökstyðja það frekar. En þegar þetta er reynt og sannaö, og þegar nú skólarnir í fjölmenninu verða meir og meir að taka að sér kennslu og allt uppeldi barnsins jafnt í þekkingu og æfingu móð- urmálsins sem öðrum greinum, hvernig geta þá skólarnir 7

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.