Menntamál - 01.12.1942, Page 43

Menntamál - 01.12.1942, Page 43
MENNTAMÁL 105 og hinnar íslenzku alþýðumenningar. Öldum saman var byggðin að mestu dreifð um sveitir landsins. Fjölmenn sveitaheimili fóstruðu fremur fábreytta en sterka menn- ingu. Börn og unglingar vöndust við fjölbreytt störf við framleiðslu heimilanna, en höfðu að öðru leyti næði til eigin athafna og athugunar. Nú eru ástæður orðnar á annan veg. Fólkinu hefir fækk- að í sveitum, en fjölgað við sjó. í kaupstöðunum er að- staðan örðug um uppeldisstarfið á heimilunum. Á flestum heimilum sveitanna er og fámennara en áður og fram- leiðsluhættir nokkuð breyttir. Þess vegna eru sveitaheim- iiin víða orðin veikari uppeldisstofnanir en áður. En hjóli tímans verður ekki hverft aftur á bak. Hinum breyttu viðhorfum og nýju kröfum hefir verið mætt með stofnun og starfsemi barnaskólanna. Þeir eru í senn fræðslustofnanir og uppeldis, sem koma heimilun- um til hljálpar. Barnafræðslan er nú að mestu komin í hendur skólanna og áhrif þeirra á uppeldið þau ár, sem skólaskyldan stend- ur, verða æ meiri, eftir því sem starf þeirra eykst. En hvað tekur við, þegar þeirri skólagöngu er lokið? Framhaldsskólana sækir ekki nema nokkur hluti æsk- unnar. Heimilin í kaupstöðunum hafa mjög veika aðstöðu um aga og uppeldi unglinganna. Þá vantar stundum verk- efni við hagnýt störf, en leita að jafnaði út í fjölmennið og eiga þá opna leið út á braut athafnaleysis og óreglu. í sveitum eru aðrar aðstæður. Þar eru ærin verkefni fyrir unglinginn að svala starfsþrá sinni. En fækkun fólks á heimilunum veldur því, að fásinni vex, ef samgöngur og samvinna eykst ekki utan þeirra. Fásinnið ýtir svo undir öfugstreymi í þjóðfélaginu, örvar flótta unga fólks- ins úr sveitum, sem veldur því að örðugleikar aukast þar, en framförum fækkar jafnframt því að atvinnuleysi eykst í kaupstöðunum. Unglingur, sem lokið hefur fullnaðarprófi barnaskól-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.