Menntamál - 01.12.1942, Page 45

Menntamál - 01.12.1942, Page 45
MENNTAMÁL 107 fagrar hugsjónir og festi það heit í huga, að hefja reisn lýðs og lands. Ungmennafélögin eru ákjósanlegur vettvangur fyrir fé- lagsstarfsemi ungra manna. Hugkvæmni, hæfileikar og framtak þeirra fær þar skilyrði til að njóta sín. Félögin setja engum ákveðið takmark um færni og fullkomleika, en veita öllum mikla möguleika til félagslegrar þjálfunar og eigin þroska. Meginmarkmið ungmennafélaganna hefur verið og er, að efla manngildi æskunnar. Að því marki er sótt eftir ýmsum leiðum. íþróttaiðkanir efla líkamlega þjálfun og þrek, dáð og drengskap. Bindindisstarfsemin hófsemi og siðferði- legan styrk. Dansinn þjálfar fagran limataurð og frjáls- mannlega framkomu. Umræður um ákveðin mál auka andlegan þroska og félagslega færni. Söngurinn glæðir málfegurð, listhneigð og Ijóðhug og ættjarðarkvæðin átt- hagaást og þjóðrækni. Allt er þetta ágætt og ómissandi þáttur í uppeldinu, hvort sem litið er á það frá sjónarmiði kaupstaða, sveita eða alþjóðar. Ef allir unglingar kaupstaðanna gengju i ungmennafé- lög, sem stjórnað væri af sterkum leiðtogum og störfuðu með fjöri og festu, mundi vissulega minnka verkefni ung- mennadóms. Traustur æskulýðsfélagsskapur í sveitum er nauðsyn- legur liður í umbótastarfi sveitanna og dregur vissulega úr hinum viðsjála flótta ungra manna frá mold til malar. Hin fámenna, íslenzka þjóð er nú stödd á vegamótum og ýmsum sýnist svo, að hún hafi aldrei átt leið um hættu- legri vegamót. Orsakir þess eru ýmsar. Breytingar eru afar örar á þessum tímum. Áhrif sveitanna á þjóðlífið fara þverrandi, og hin forna sveitamenning hefur veikzt við breytta búnaðarháttu og burtflutning fólks. Á hinn bóg- inn er sérstæð bæjarmenning mjög í mótun og stendur hér enn á veikum grunni. Af þessu leiðir nokkra hættu á því, að æskan slitni úr tengslum við fortiðina, verði rótar-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.