Menntamál - 01.12.1942, Side 46

Menntamál - 01.12.1942, Side 46
108 MENNTAMÁL slitin — og vansæl, því að rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgundögg. Við íslendingar búum nú í sambýli við fjölmennt setu- lið frá erlendu stórveldi, sem er ekki bundið neinum rækt- arböndum við íslenzkt þjóðerni, en hefur að baki sér stór- þjóð í heimalandi sínu og menningu hennar. Erlend áhrif flæða nú yfir þetta land í stríðari straumum en dæmi eru um áður og sýnilegt er, að svo muni verða enn um sinn. Nú reynir meira á viðnámsþrótt íslenzks þjóðernis en nokkru sinni fyrr. Tungan og þjóðernið er sjálft fjöregg þessarar þjóðar. Tapist þetta, týnist þjóðin sjálf. Á engri kynslóð íslendinga hefur legið þyngri þjóðleg ábyrgð en þeirri, sem nú lifir og starfar í landinu. Um þjóðerni sitt verður þjóðin öll að standa á verði, ef vel á að fara. Líf hennar sem sjálfstæðrar heildar liggur við. Ef einhverjir fslendingar, fleiri eða færri, skerast þar úr leik, er illa farið, því að munur er að mannsliðinu og sá, sem glatar þjóðerni sínu, fær það aldrei bætt. Mestu varðar þó, hvaða braut unga fólkið gengur í þessu efni. Æskan á lífið framundan og á hennar herðum hvíla brátt heill og forráð þessa lands. Unglingsárin eru örlagaríkur tími úr æfi mannsins. Við fermingaraldurinn vex unglingnum ásmegin og tekur þá að fara sínar eigin leiðir. Einmitt þá ríður mest á, að hug- ur hans og hættir beinist inn á rétta braut. Æskunni er alloft álasað fyrir stefnuleysi, lausung og skemmtanafýsn, og ef til vill ekki alltaf að ófyrirsynju. Gleðin fylgir heil- brigðri æsku. Það er eðlilegt, að æskan líti ekki eins raun- hæft á málin og rosknir menn. Ekki má lama fjör hinna ungu eða skerða frelsi þeirra um of. En því fremur þarf æskan farsæla forustu og holla fræðslu. Kennararnir eru kjörnir leiðtogar æskunnar. Það er veg- legt verk, en vandasamt. Sí og æ krefst þjóðfélagið meira starfs af hálfu kennarastéttarinnar í þágu uppeldismál- anna. Þrátt fyrir það mega kennararnir ekki einskorða verk

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.