Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 16
10
MENNTAMÁL
Fagkennsla. ASalkennari.
Fagkennsla tíðkast í framhaldsskólum. Algengast er,
að kennari hafi til meðferðar aðeins eina grein eða tvær
og ætíð sama aldursflokk, ef fjöldi nemenda leyfir. Hann
er kyrr í sömu stofu allan daginn og hefur þar handbær
kennslutæki í viðkomandi grein. Nemendur skipta því um
stofu við hverja kennslustund. Þeir fá víðast 5 mín. til
þess. Eru þeir því á flakki allan daginn. Þeir lesa sig þá
eftir göngum í einfaldri eða tvöfaldri röð. Er furða, hve
árekstra lítið þetta tekst, enda þótt skvaldur nokkurt sé
því samfara, eins og eðlilegt er. Hver bekkur hefur samt
sína aðalstofu, er nefnist heimastofa. Þar mætir hann
fyrst á morgnana og síðast á daginn, áður en farið er
heim. Aðalkennari tekur þar á móti. Er hann nefndur
„heimastofukennari". Merkir hann við nemendur í dagbók
og færir skýrslur og bókhald þeim viðkomandi. Ekki er
víst, að hann kenni bekknum neitt, því að rétt er talið,
að slíkur kennari fái náin kynni af unglingum og aðstand-
endum þeirra, og er hann þá látinn fylgja bekknum í 3 ár
eða svo, enda þótt hann hafi aðeins kennt honum eina
grein í eitt ár.
Félagsmál, nemendaráð o. fl.
Daglegur starfstími í skóla er almennt 5—5*4 klukku-
stund. Fyrir því gefst færi á fleiri viðfangsefnum en við
myndum nefna námsgreinar í þrengri merkingu. Koma
þar til greina ýmis félagsstörf eða „klúbba“, sjónleikir,
hljómlist, kappleikir og undirbúningur undir þá, dans-
leikir og fleira af því tæi, sem allt fer fram í skólatíma að
mestu. Nefna má einnig störf nema beint í þágu skóla-
heildar. Nemendaráð eða nemendadómstóll er þannig val-
inn, að hver bekkur kýs úr hópi sínum tvo til þrjá fulltrúa.
Þeir koma svo saman og velja sér stjórn, forseta, ritara,
féhirði o. fl. Hafa þeir fastan fundartíma einu sinni í viku.
Taka þeir til umræðu og ályktunar málefni snertandi aga