Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 103
MENNTAMÁL
97
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON:
Lárus Bjarnason: Dæmasafn með úrlausnum handa framhaldsskól-
um.
Bjartsýni má það kallast — á
þessum síðustu tímum, er öll
fræðsla miðast í sívaxandi mæli
við próf, kröfur til þeirra og
réttindi frá þeim — að rita
kcnnslubók, sem ekki miðast við
neitt eitt próf öðrum fremur né
veitir þeim, er hana lesa, nein
réttindi umfram aðra menn. En
þetta er það, sem Lárus Bjarna-
son hefur haft áræði til, nærri
áttræður að aldri, og er vel af
sér vikið.
Varla liittir maður svo meðal-
stóran hóp menntamanna, að
ekki sé þar á meðal gamlir
nemendur Lárusar Bjarnasonar,
frá Flensborgarskóla eða Akur-
eyri, og öllum er lilýtt til hans,
enda var áhugi lians og um-
hyggja við kennsluna með fágæt-
um. Það þætti erfiðar aðstæður
nú að eiga að kenna suður í Hafnarfirði og þurfa að fá kennslutækin
að láni frá Reykjavík, en þetta bjó Lárus við árum saman, er hann var
kennari í Flensborg. Hann þurfti meira að segja að fara gangandi á
milli, en ekki iét hann það aftra sér frá þvi að nota tæki við kennsl-
una, ef þau gæti gert nemendum námið auðveldara og notadrýgra.
Slíkur áhugi er áreiðanlega óvenjulegur.
Áhugi Lárusar hefur ekki dvínað, þótt árin færðust hjá. Síðan hann
lét af skólastjórn og kennslu við opinbera skóla, hefur hann kennt í
einkatimum og ritað kennslubækur og dæmasöfn í stærðfræði og eðlis-
fræði, flest frumsamið en sumt þýtt. Hafa allar þær bækur borið glögg
merki höfundar síns, alúðar hans og vandvirkni.
Það er alkunna, að stærðfræðinám krefst mikillar íhygli og nákvæmni
af hálfu nemandans, þótt segja megi, að stærðfræði sé fyrst og fremst
æfing í rökréttri hugsun, eru viðfangsefni hennar og liugsanabrautir
þó- flestum nemendum ótamar, einkurn íraman af, og því fer stund-
7
Lárus Bjarnason skólastjóri.