Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 123
MENNTAMÁL
117
NORÐURLÖND.
Danmörk.
Vikuna 8.—15. júlí verður haldið námskeið íyrir norræna móður-
málskennara á Hindsgavl, en það er félagsheimili Norræna félagsins
í Danmörku. Markmiðið með námsskeiði þessu er að gefa móður-
málskennurum tækifæri til að kynnast og miðla af reynslu sinni og
hlýða á erindi þekktra sérfræðinga á þessu sviði. Námskeið þetta
heldur Norræna félagið í Danmörku í samvinnu við samtök danskra
kennara. Kostnaðurinn fyrir vikudvölina á Hindsgavl verður 150
eða 160 danskar krónur, eltir því hvar þátttakendurnir búa í höllinni.
Auk þess verður norrænt kennaranámskeið í Askov í sumar, svo sem
venja er til.
Noregur.
Norrænt l'ræðslumót um kvikmyndir verður haldið á „Elingaard“
á Onsþy við Fredriksstad dagana 5.—11. ágúst í sumar. — Námsskeið
þetta er einkum ætlað kennurum og æskulýðsleiðtogum. — „Elin-
gaard“ er meðal elztu herragarða í Östfold um 10 ktn frá Fredriks-
stad, og er hann að mörgu leyti áþekkur Hindsgavl. Þar er aðeins
15—20 mín. gangur til baðstrandar. — Kostnaður vegna námssskeiðs
þessa verður alls 150 norskar krónur.
Sviþjóð.
Norrænt námsskeið fyrir kennara í verzlunarlræðum verður haldið
dagana 15.—21. júlí á Bohusgárden, en það er félagsheimili Norræna
lélagsins sænska, skammt frá Uddervalla við vesturströnd Svíþjóðar.
Þátttökugjaldið verður 125 sænskar krónur. Kennarar mega gjarnan
taka maka sína með. Farið verður í stutt ferðalög, m. a. um skerja-
garðinn, og skoðuð verður Thordén-skipasmlðastöðin í Uddevalla.
Norrænt kennara námsskeið, sem nefnist „att skriva“, verður lialdið
■i Bohusgárden dagana 5.—11. ágúst. Á námskeiði þessu verður fjallað
utn listina að skrifa bæði tæknilega séð og einnig þá hlið, sem að
andlegri sköpun snýr. Verður það þannig hliðstæða námskeiðsins
'■att lasa och förstá", sem haldið var á Bohusgárden í fyrrasumar.
Kennaranámsskeið verður í ár eins og að undanförnu haldið uppi
1 ijöllum í Lapplandi, 23.-29. júlí Nafn þessa námskeiðs er: „De
nordiska fjállens natur“.
Kennurum, sem óska frekari fræðslu um námskeið á Norðurlöndum,
er bent á að snúa sér til Magnúsar Gislasonar námsstjóra.