Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 88
82
MENNTAMÁL
grein í þýzka dagblaðinu „Die Zeit“ undir fyrirsögninni
„Bandarísk æska einnig án kennara.“ Fer greinin hér á
eftir í lauslegri þýðingu. Þjóðverjar eiga nefnilega við
sama vandamál að stríða, og mætti í því efni benda á, að
við byrjun síðasta skólaárs var kennaraprófum á nokkr-
um stöðum í Vestur-Þýzkalandi flýtt nægilega til þess
hægt væri að taka kennaraefnin, sem þá brautskráðust,
strax í hinar lausu kennarastöður. Margt athyglisvert
kemur fram í grein þýzka blaðsins:
„Eisenhower forseti bauð nýlega 1800 fulltrúum úr
öllum 48 fylkjum Bandaríkjanna til ráðstefnu í Hvíta
húsinu um fræðslu- og uppeldismál. Þótti forsetanum á-
stæða til að kveðja menn á þing þetta vegna ríkjandi óvissu
í skólamálum í Bandaríkjunum og sívaxandi uggs
ábyrgra manna af þeim sökum.
Erfiðleikarnir í skólamálunum koma bezt í ljós, ef at-
hugaðar eru hagfræðiskýrslur: f skyldunámsskólum, fram-
haldsskólum, háskólum og öðrum æðri skólum Banda-
ríkjanna, sem ríkið hefur bein eða óbein afskipti af,
eru um þessar mundir nálega 40 milljónir nemenda. Þessi
nemendafjöldi á enn eftir að aukast að mun vegna hækk-
andi fæðingartölu síðustu tíu árin úr 2,9 milljónum í 4,1
milljón. Sem stendur vantar um 140000 kennara og
200000 kennslustofur, og fer ástandið að verða allískyggi-
legt, ef Bandaríkjastjórn svo og stjórnir hinna einstöku
fylkja, borga og héraða gera ekki sitt ýtrasta til þess að
bæta úr þessari sívaxandi þörf. Á næstu tíu árum mun
vanta 1,6 milljón nýrra kennara, þannig að helmingur
allra núverandi háskólastúdenta yrði að helga sig kennslu-
starfinu, ef þeirri tölu ætti að ná. En nú á tímum eru það
aðeins sárafáir ungir menn, sem finna hjá sér köllun til
slíks starfs. Og jafnvel þótt menn hefðu ánægju af að
kenna, kemur ekki til mála fyrir þá að lifa á því vegna
hinna lágu launa. Hin lágu kennaralaun hræða allt of
marga unga menn frá því að byrja á þeirri braut.